Jólin koma

Ef lesendur hafa tekið eftir að það er komið nokkur tími síðan síðast var settur inn pistill þá upplýsist það hér með að það er bara af einskærri tillitssemi við lesendur þar sem síðasta færsla var svo löng að gera mátti ráð fyrir nokkrum vikum til að melta hana. En það þýðir ekki að við séum hætta að skrifa. Það sem við helst höfum afrekað fyrir utan að vera byrjuð að skrifa nýja færslu er að við erum búin með fyrsta jólakortið sem fer til hjónanna sem lánuðu okkur húsið sitt í Santa Cruz í Kaliforníu, en þar bjuggum við endurgjaldslaust í þrjár vikur. Jólakortið á að fylgja pakka til barnanna þeirra. Reyndar var síðast öruggi dagurinn til að senda pakka utan Evrópu á föstudaginn þannig að við erum orðin of sein eins og alltaf. Það er búið að taka tímann að velja í pakkann því stóð að gefa þeim handprjónaða ullarsokka en við erum  búin að endaþeytast um allt og það virðist enginn vera að selja svona sokka í réttum stærðum. Afhverju gat okkur ekki dottið í hug að gefa þeim eitthvað annað? Á endanum duttum við niður á handprjónaðar snotrar ullarhúfur sem við fundum á jólamarkaðinum í Kjós nú um helgina. Settum svo sýnishorn af íslensku sælgæti í pakkann. Annars erum við alveg staðráðin í að vera ekki of sein með jólakortin í ár það er bara spuring um hvar það endar því það þurfti heila rauðvínsflösku til að koma fyrsta jólakortinu á blað.

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 15087

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband