Færsluflokkur: Íþróttir

Ruðningsboltavertíðin hafin

Í gær, laugardag, skelltum við hjónin okkur á fyrsta ruðningsboltaleik vertíðarinnar hér í Eugene, heimaliðið Oregon Ducks á móti Houston Cougars. Við keyptum miðana með margra vikna fyrirvara og var full þörf þar á, því þó leikvangurinn rúmi 60 þúsund manns var hvert sæti þéttskipað. Við vorum samferða Jim og Camille og tókum strætó því það er ekki nokkur leið að fá bílastæði við leikvanginn nema mæta þar snemma morguns og fyrirtæki í nágrenninu selja stæði á uppsprengdu verði. Við skynjuðum strax mikla stemningu í strætó, allstaðar var fólk klætt í gul eða græn föt, liti liðsins, og við götur voru gular og grænar blöðrur og fánar alveg að leikvanginum Autzen Stadium. Jim og Camille höfðu fært okkur stuðningsmannaboli að gjöf sem við skörtuðum þennan dag og féllum því vel í hópinn. Auk þess fékk María gula og græna perluhálsfesti sem Hvert sæti þétt skipaðtíðkast að konur kasti frá sér þegar liðið skorar. Á bílastæðunum framan við Autzen Stadium höfðu þeir sem mættu snemma komið sér vel fyrir með gasgrill og bjór og við skelltum okkur á eina slíka samkomu með hjónunum.

Fyrir leikinn stakk Camille upp á að við skiptum liði í fyrri hálfleik, þannig að við Jim myndum sitja saman í þeirra sætum svo Jim gæti útskýrt fyrir mér reglur leiksins á meðan þær María sætu í okkar sætum og gætu rætt um tísku og uppskriftir. Það var gríðarlega mikið að gerast hjá áhorfendum og hávaðinn í stuðningsmönnum Oregon Ducks var gríðarlegur, uppblásnir plastboltar og hálsfestar flugu manna á milli og það var hrópað og kallað. Það var þó frekar erfitt fyrir nýgræðinga eins og okkur að átta sig á því sem fram fór á vellinum og ætla ég ekki að reyna að útskýra leikinn enda skildist mér á mönnum sem þarna koma reglulega að þeir séu enn að læra (líklega sagt fyrir kurteisissakir). Þar sem við sátum beint fyrir ofan og býsna nálægt klappstýrunum snotru sem skemmtu áhorfendum með dansi og fjöllistum þurfum við (lesist ég) ekki að láta okkur leiðast. María naut þess að horfa á fótboltakappana og mig minnir jafnvel að hún hafi nefnt að ég þyrfti að fá mér svona búning.

Leikurinn endaði 48-27 fyrir Oregon Ducks gegn Huston Cougars (nema það hafi bæst við stig eftir að ég tók mynd af skjánum). Þetta var sérlega skemmtileg upplifun en hetja dagsins í mínum huga var litla prinsessan sem var í 5 tíma pössun og stóð sem með prýði.

Þorsteinn


Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 15070

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband