Bráðum heim

Þá erum við komin aftur til Eugene, komum í fyrrakvöld eftir afskaplega vel heppnað ferðalag til Kaliforníu og Nevada. Nú er líka aldeilis farið að styttast í ferðalagið heim til Íslands og erum við smám saman farin að undirbúa það - enda krefst það hellings undirbúnings að koma öllu heim og saman í ferðatöskunum. Í kvöld er kveðjupartý þar sem við munum hitta gömlu nágrannana okkar á Tigertail Rd. Svakalega skrítið að hugsa til þess að eftir 6 daga verðum við komin heim!

Það má segja að Hugrún Gyða sé ómeðvitað farin að undirbúa heimkomuna því þar sem við dveljum núna eru tveir heimilishundar. Hugrún Gyða var fljót að átta sig á því hvernig maður getur vingast við hunda, jú auðvitað með því að gefa þeim matinn sinn. Hún er ótrúlega hrifin af hundunum og vill helst vera hjá þeim öllum stundum. Lóa okkar á því von á góðu þegar við komum heim!

Við erum enn óheppin með netsamband og er það ástæðan fyrir stopulum bloggfærslum. Við erum núna stödd á almenningsbókasafninu í Eugene og vorum að bóka hótel í Boston á leiðinni heim. Við leggjum af stað þangað á fimmtudagsmorgun, förum þaðan á laugardagskvöld og komum til Íslands á sunnudagsmorgun. Það verður bæði með trega og tilhlökkun sem við kveðjum Eugene. Hér líður okkur mjög vel, fólkið hér er yndislegt og við höfum eignast góða vini sem við munum örugglega halda sambandi við. Á hinn bóginn saknar maður fjölskyldu sinnar og vina heima á Íslandi og það verður gaman að koma heim.

Meira fljótlega.... vonandi Cool

María


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka til að sjá ykkur, góða ferð heim, kv. Maja

Maja (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 13:19

2 identicon

Góða ferð heim!  Það verður frábært að sjá ykkur aftur

Ágústa (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 15079

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband