Færsluflokkur: Ferðalög

Villt í skóginum

Um miðjan dag í gær ákváðum við að demba okkur í hressingargöngu á Spencer Butte,IMG_3956 áður en við færum í matarboðið til Kathi og Dick. Það tók okkur svolítinn tíma að finna bílastæðið við fjallið þar sem skiltið lét lítið yfir sér og fundum við það ekki fyrr en við höfðum ekið þrisvar sinnum framhjá. Við lögðum af stað í gönguna létt í spori og Hugrún Gyða skríkti af kæti á bakinu á pabba sínum þannig að varla var hægt að tala saman. Göngustígurinn liggur um skóg alveg þangað til upp á topp kemur, í fyrstu mjög breiður og þægilegur stígur en þrengist og verður erfiðari eftir því sem ofar dregur. Áður en við lögðum á brattann rákum við augun í skilti sem varar við þrennu, í fyrsta lagi Poison Oak, sem er víst hræðilega skæð, lágvaxin planta sem brennir mann illilega ef maður snertir hana. Við höfðum verið vöruð við henni fyrirfram þannig að við vorum öll í síðbuxum í lokuðum skóm. Í öðru lagi getur maður átt von á að mæta skröltormum og í þriðja lagi var varað við dauðum trjám. Í skóginum er mikið af hávöxnum trjám, Douglas furu, sem öll eru ótrúlega beinvaxin vegna skógarhöggs sem átti sér stað á fyrri tímum. Undirgróðurinn einkennist af víðáttumiklu burknastóði.

Gangan upp gekk mjög vel og útsýnið af toppnum sveik okkur ekki. Við stöldruðum við smá stund en þó ekki of lengi því við vildum standa okkur vel og mæta á réttum tíma í matarboðið. Okkur grunaði ekki að við ættum eftir að lenda í ævintýri á bakaleiðinni!

Við lentum sem sagt fljótlega í því á niðurleiðinni að við þurftum að velja hvort við færum til vinstri eða hægri. Vinstri leiðin varð fyrir valinu sem reyndist reyndar strax ótrúlega "röff" leið og hrikalega brött og við urðum fljótlega viss um að þetta væri ekki sama leið og við fórum upp. Þetta var það bratt að okkur langaði ekki mikið til að snúa við svo við héldum áfram, enda virtist þetta fjölfarinn stígur þó erfiður væri. Eftir því sem neðar dró fór gróðurinn að aukast, við klöngruðumst yfir heilu trjábolina, skriðum undir trjágreinar, óðum burknann um í mitti og brenndum okkur á brenninetlum. Svo fór að okkur leist ekki lengur á blikuna, stígurinn eyddist út og týndist í frumskógarlegum gróðrinum. Við brutumst í gegnum gróðurinn að leita að stígnum og tíminn flaug. Ég fann ég hvernig lærvöðvarnir titruðu af áreynslu og hræðslan fór að ná sér á strik. Ég var farin að ímynda mér skröltorma undir næsta burkna og það hefði ekki komið mér á óvart að mæta úlfi eða birni bak við næsta tré. Hugrún Gyða skynjaði örugglega hræðsluna í mömmu sinni og var farin að hágráta. Við heyrðum raddir einhversstaðar fyrir ofan okkur af og til, hrópuðum halló þannig að bergmálaði um hlíðina, en fengum engin viðbrögð. Á þessu stigi ákváðum við að eina vitið væri að snúa til baka, sömu leið og við komum.

Sem betur fer rötuðum við rétta leið til baka og við tók heljarinnar fjallganga sem reif í lærin og var á við marga tíma í ræktinni. Okkur tókst að lokum að komast á staðinn sem við áttum að velja milli vinstri og hægri og í þetta skiptið völdum við hægri. Nú tók við kraftganga alla leið í bílinn og náðum við þangað kl. 18:30.  Sem betur fer hafði Kathi reynt að ná í okkur um daginn til að segja okkur að matarboðinu væri frestað um hálftíma, þannig að við náðum þangað á nokkuð réttum tíma. Allt endaði þetta sem betur fer vel og við þurftum ekki að ráfa um skóginn fram á næsta dag.

En það kemur á óvart, við sem héldum að öll svona útivistarsvæði væru til fyrirmyndar í Ameríku, að allar merkingar eru í lágmarki og það hlýtur að vera daglegt brauð að fólk velji vinstri leiðina.

María


Sundferð

Það er óhætt að setja að sundmenning er með öðrum hætti hér en heima. Fjölskyldan skellti sér í sund í gær þar sem býsna heitt var í veðri. Í afgreiðslunni fengum við að vita að aðeins barnalaugin væri opin því það væru námskeið í öðrum laugum. Sundlaugin er opin í um trjá tíma á dag fyrir almenning. Við ákváðum samt að skella okkur inn og skoða aðstæður. Verðið var mjög sanngjarnt við borguðum 7,5 dollara aðgang fyrir alla fjölskylduna. Hugún Gyða þurfti að vera í margnota sundbleyju sem var keypt á staðnum. Við áttum tvo möguleika að fara öll saman í fjölskylduskiptiklefann eða í kynjaskiptaklefa sem við völdum. Búningsskáparnir voru á stærð við lítinn örbylgjuofn en kom ekki að sök þar sem allir voru léttklæddir. Engar geymslur fyrir handklæði þar sem fólk tekur þau með sér út á laugarsvæðið. Sundlaugin er mjög flott og alveg í stíl við íslenska útilaug og allt fullt af fólki. Barnalaugin reyndist ísköld og var Hugrún Gyða komin með bláar varir og farin að skjálfa eftir tíu mínútur. Við demdum okkur því í heita pottin en því miður þar var 15 ára aldurstakmark og við vorum rekin upp úr (ásamt öðrum óprúttnum sundlaugargestum með börn). Skelltum okkur því í sólbað (það fyrsta í ferðinni, þar sem aðstæður til sólbaða eru ekki víða). Kl. 19 var lauginni lokað þrátt fyrir glaðasólskyn, við nýttum okkur þó sólargeislana til hins ýtrasta og vorum síðust til að koma okkur heim. Við fréttum líka að lauginni er lokað 3. september þar sem þá er orðið of kalt í veðri.

Það er gaman að kynnast ólíkri menningu. En hvað sundmenningu varðar þá er ég bara nokkuð sáttur við okkar.

Þorsteinn


Nágrannar

Þeir sem hafa horft á þættina “Aðþrengdar eiginkonur” kannast við að í týpískri smágötu í amerísku samfélagi þekkja allir alla og ef nýr íbúi flytur í hverfið er vel tekið á móti honum. Tigertail Road í Eugene er lítil botlangagata í frekar fínu hverfi og íbúar götunnar eru með eindæmum almennilegir. Tveimur dögum eftir að við komum til landsins var haldin sérstök grillveisla okkur til heiðurs þar sem allir næstu nágrannar okkar buðu okkur velkomin í hverfið, sem við erum nú flutt í. Okkur var í snarhasti reddað öllu því sem okkur vanhagaði um, eins og barnarúmi, kerru og fleiru. Önnur 18 ára tvíburasystirin úr húsinu á móti tók unglingsbörnin okkar að sér og leiddi þau um næsta nágrenni þannig að þau komu upprifin til baka. Við fórum heim úr veislunni stútfull af hugmyndum hvað hægt er að gera hér um slóðir og með fullt af símanúmerum sem við eigum að hringja í af minnsta tilefni. 

Nú erum við orðin íbúar í þessari skemmtilegu götu, fluttum inn í fyrradag. Í morgun um 10-leytið hitti Þorsteinn hann David, manninn hennar T.J., hér úti á götu (hjónin sem leigja okkur "vaninn" sinn), og  þau hjónin eru nú búin að bjóða okkur í kvöldverðarboð annað kvöld. Krakkarnir mega koma með sundföt ef þau vilja kasta sér í sundlaugina.  

Í gær og í morgun fylgdist Þorsteinn með henni Beth í húsinu á móti, þar sem hún stritaði við hellulögn. Hann, sem er vanur hellulagningarmaður, átti mjög bágt með sig – bæði held ég með að sjá hana gera ýmsar vitleysur en aðallega held ég honum hafi þótt erfitt að sjá konuna erfiða svo mikið. Einhvern tímann um hádegisbil, þegar ég hélt að Þorsteinn væri úti að þvo bílinn, var mér litið út og sé þá ekki manninn minn og Narfa berfætta á hnjánum í sandinum hjá Beth – komnir í hellulögn. Dagsverkið hennar var klárað á svipstundu og mátti sjá hana dást að stéttinni sinni og til allan daginn. Þeir feðgar hafa því nú þegar öðlast gott orðspor og eru án efa umtalaðir í götunni og feðgarnir fengu útrás fyrir nágrannakærleikanum. Okkur er boðið í mat til Beth og Steve á föstudagskvöldið. 

Ekki nóg með það, um þrjúleytið í dag var svo þriðja matarboðið í höfn, því Kathi og Dick, hjónin sem leigðu okkur húsið sem við bjuggum í fyrstu tvær vikurnar eru búin að bjóða okkur í mat á fimmtudagskvöld. 

Það er ekki laust við að maður hafi móral yfir því að þekkja aðeins örfáa nágranna í götunni okkar heima á Íslandi.

María


Ferdalagid

Vid flugum til Boston, thadan til San Fransisco og ad lokum til Eugene. Thetta var 22 tima ferdalag og ohaett ad segja ad nokkur ferdakvidi hafdi gripid um sig dagana a undan. Frdin gekk hins vegar vonum framar. Ellefu manada gamli unginn okkar svaf mikinn hluta leidarinnar. Eldri bornin stodu sig lika vel tho talverd treytumerki hafi verid a hopum i sidustu lotunni. I Boston hittum vid stulku sem a sama faedingardag og Hugrun Gyda. Thad stytti bid timann talsvert a flugvellinum ad selpurnar leku ser saman og vid kjoftudum vid mommuna og ommuna a medan, ekki sist thar sem eins og halfs tima seinkun var a fluginu.

Osvikin donuts og risavaxnir hamborgarar a flugvellinum i Boston gafu okkur visbendingu um ad vid vaerum a rettri leid. I utsynisflugi thvert yfir Ameriku kom a ovart hvad allt landid hefur verid reitad nidur eins og med reglustiku. I eydimorkinni voru thad hins vegar reglulegir hringir sem gripu athyglina en thar eru aveitur. 

A flugvellinum i Eugene toku hjonin Jim og Camille a moti okkur og keyrdu okkur i husid i skoginum thar sem vid dvoldum fyrstu tveir vikurnar.  

Þorsteinn


I loftid

Thad kom tha ad thvi ad pabbinn og mamman i faedingarorlofi byrjudu ad blogga. Thad er buid ad standa til sidan i vor en vid aetlum ad vera dugleg ad upplysa ykkur um reynslu okkar her i borginni Eugene i fylkinu Oregon i USA. Vid fjolskyldan komum hingad 9. juli og hofum thangad til i dag buid i 100 ara gomlu husi, med sofa a verondinni sem haegt er ad rugga ser i. I svona husi eins og thid hafid sed i bio. I gardinum er alika gamalt valhnetutre sem teygir anga sina langt yfir husid og upp i hlidina med otal greinar sem hver um sig er eins og fullvaxid tre. I morgun tegar eg leit ut um gluggann var dadyr med kalfinn sinn ad plaga landeigandann med blomaati. I naestu andra hoppadi ikorni nidur ur tre.

'Astaeda thess ad vid erum her er ad eg, pabbinn, er i faedingarorlofi og vid akvadum ad verja theim tima i utlondum. Vid skiptum a husinu okkar og bil vid amerisk hjon. Thar sem vid munum dvelja lengur her i Eugene en amerisku hjonin a Islandi voru thau svo vinsamleg ad redda okkur thessu lika agaeta gamla husi sem vid buum i thann tima sem thau eru heima hja ser, og thau utvegudu okkur reyndar bil lika sem rumar okkur oll sex.

Vid vonum ad vid getum tengt islenska stafi vid bloggid sem fyrst erum ad vinna i thvi.

Þorsteinn

 

 

 

 

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 15249

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband