Áttu nokkuð klink?

 

„Heyrðu félagi, áttu nokkuð klink"? Ég var á leið í útivistarbúð með fjölskyldunni þegar reffilegur kall með yfirvaraskegg kallaði til mín. Fjölskyldan var í humátt á undan mér en það var eitthvað við karlinn sem fékk mig til að stoppa þó ég hygðist alls ekki taka upp veskið og láta ræna mig eða eitthvað. Ég sagði karlinum því að ég væri ekki aflögufær. „Það var verra" sagði karl, við erum bara að reyna að komast af". Um leið benti hann á félaga sinn hinum megin við götuna. „Heyrðu en viltu ekki kaupa kíkinn minn"? Um leið kallaði hann til félaga síns og bað hann að koma og sýna mér kíkinn. Ég var nú fullur vantrausts og ætlaði mér fyrir alla muni ekki að draga upp veskið. Félagin kom hlaupandi yfir götuna og fyrr en varði hélt ég á kíkinum í hendinni um leið og ég laug að þeim að ég ætti kíki og þyrfti ekki á kíki að halda. Fyrir kurteisissakir skoðaði ég kíkinn og ég sá útundan mér áhyggjusvipinn á frúnni. „Hvaðan kemur þú" spurði maðurinn og giskaði á Þýskaland um leið. Ég sagði honum að ég væri frá Íslandi og þótti honum mikið til koma. „Ég er frá Idaho" sagði maðurinn og félagi hans kynnti sig líka og sagðist vera af ættbálki  Sioux indjána frá Montana. Ég sem er alinn upp við indíana og kúrekaleiki stóð nú loksins frammi fyrir raunverulegum indíana  Ég rétti manninum kíkinn og þakkaði boðið og sagði honum að ég vonaði að hann gæti selt kíkinn. Þeir kvöddu og veifuðu til mín brosandi. Skömm mín var stór. Það var eitthvað í fari þessara manna sem gerði það að verkum að mig dauðlangaði að gefa þeim pening eða kaupa af þeim kíkinn en lét það þó vera.

Þorsteinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband