Nýjar tennur og hættuleg skordýr

Síðustu daga höfum við að mestu verið í rólegheitunum hér á Gimpl Hill. Hugrún Gyða er að taka fjórar nýjar tennur og er búin að hafa hita í fjóra daga. Hún hefur því hvorki sofið vel að degi né nóttu. Eftir að hafa fengið hitalækkandi og einhverjar töfratöflur við tanntöku er hún nú orðin frísk. Sjálfur er ég rétt að jafna mig á þriðja skordýrabitinu. Að þessu sinni stakk geitungur mig í handlegginn þegar ég var að teygja mig eftir peru í perutréi með þeim afleiðingum að hann blés upp eins og gúmmíhanski. Til að flýta fyrir bata fór ég á slysavarðstofuna. Eftir hálftíma bið komst ég í viðtal við konu sem mældi þyngd, blóðþrýsting og spurði ótal spurninga um heilsufar, eða eins og hún orðaði það: „Ég er að athuga hvort þú ert nokkuð að deyja." Eitthvað fannst konunni ég tæpur því hún setti mig í forgang, sagðist ekki vilja vera ábyrg fyrir því að handleggurinn spryngi á biðstofunni. Þá tók við önnur hálftíma bið áður en ég hitti doktorinn sem skrifaði síðan uppá stera og sýklalyf.  

Þessi skemmtilegheit urðu þó ekki til að koma í veg fyrir að við skelltum okkur á hafnarboltaleik með Jim og Camille. Það er miklu minna umstang í kringum hafnarboltann hér í Eugene heldur en ameríska fótboltann. Leikurinn var haldinn á hverfisvelli hér í nágrenninu og þetta var bara nokkuð kósí stemmning þar sem heimaliðið beið ósigur fyrir gestunum frá Salem.

Þar sem Hugrún Gyða vakanði frísk í morgun eftir erfiða nótt þá ákváðum við að fara í bæinn því nú er yfirstandandi svoköllluð Eugene hátíð sem á sér 25 ára langa hefð og byrjar með skrúðgöngu sem ótrúlega mikið er lagt í þar sem eru síðan krýnd snígladrottning. Í rauninni er hér á ferðinni útvíkkun á laugardagsmarkaðinum nema að maður borgar sig inn. Til viðbótar eru mörg tónlistaratriði og kvikmyndir sem hægt er að sækja en við létum duga að hlusta á eina grúbbu. Svo litum við líka við á laugardagsmarkaðinum og horfðum á magadans. Við erum búin að vera hér það lengi að við erum farin að þekkja fólk þegar við förum í bæinn. að þessu sinni hittum við Theu og Jeff og borðuðum með þeim hádegismat.

Annars eru  breytingar hjá okkur í vændum því við erum að flytja út úr gamla húsinu á Gimpl Hill á morgun sunnudag og munum ekki koma til  baka. Þetta kom mjög snögglega uppá en meira um það í næstu bloggfærslu.

Tatata tamm.

Þorsteinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 15108

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband