Sandur á tánum

IMG_0193 

Ferðin hingað til Santa Cruz gekk stórslysalaust. Að vísu sprakk á bílnum á hraðbrautinni svolítið fyrir norðan Sacramento og kom stórt gat á dekkið þannig að vírarnir stóðu í allar áttir. Þetta átti sér nokkurn aðdraganda því bíllinn var búinn að mótmæla hraðanum um skeið og hristist og skjögti. Við enduðum hinsvegar með nýtt dekk og bíllinn varð mun skemmtilegri í akstri á eftir.

Hugrúnu Gyðu leið greinilega betur þennan seinni ferðadag því hún var alveg eins og ljós á leiðinni og svaf tvo langa dúra foreldrunum til mikillar ánægju.

Það var ákaflega gaman að keyra suður til Kaliforníu því landslagið sem við sáum á leiðinni er allt annað en það sem við höfum séð áður. Hitinn inn til landsins fór mest í 37 gráður á leiðinni, þar var ísstopp. Við vorum búin að vista leiðarlýsingu úr Google Earth sem kom sér vel því við gátum nánast keyrt beina leið að húsinu í Santa Cruz.

Það væsir ekki um okkur hér. Húsið er afskaplega fallegt, bjart og hreint með nýjum harðviðargólfum en ekki hnausþykkum gólfteppum eins og hér tíðkast víða. Það stendur á stórri landareign með talsverðum skógi með rauðvið og douglas furu. Í garðinum höfum við séð allskonar fugla, meðal annars kólibrífugla, á grasflötinni heldur til garðsnákur og í morgun var þar kanína á beit.

Það er aðeins 10 mínútna akstur niður að ströndinni sem við heimsóttum einmitt í gær. Hugrúnu Gyðu leist nú ekki á blikuna til að byrja með þegar hún var tekin úr skóm og sokkum og boðið að ganga berfætt í sandinum. Hún ríghélt þá í læri mömmu sinnar, lyfti fótum og reyndi að dusta sandinn af tánum. Það leið þó ekki á löngu þar til hún sætti sig við þessar nýju aðstæður þó henni þættu þær greinlega dálítið skrítnar. Hún var bálhrædd þegar öldurnar komu nálægt enda ekki skrítið því hún rennblotnaði í einu aðfallinu. Við reyndum ekkert að synda í sjónum því hann er ískaldur og örugglega fullur af stórhættulegum villidýrum. 

Á leiðinni heim ákváðum við að fara á veitingastað hér í nágrenninu, enda hefur hingað til gengið mjög vel að fara með Hugrúnu Gyðu á slíka staði. Í gær varð þó undantekning þar á því litla ljúflingsrófan okkar ákvað að prófa raddböndin vel og rækilega með öskrum og að sitja kyrr í barnastólnum var ekki möguleiki heldur hafði stúlkan mestan áhuga á að þramma um veitingastaðinn ýtandi stól á undan sér. Við skiptumst því á að borða í flýti og okkur var ekki boðið að kíkja á desertmatseðilinn!

Það var því ekki hægt annað en að kíkja við í Safeway til að kaupa ísinn og þar sem við vorum þar var mjög hentugt að kippa með sér einni bjórkippu. Nema hvað... haldið þið ekki að Þorsteinn hafi verið beðinn um skilríki við kassann, 41 árs gamall maðurinn!! Sá varð hissa -

Við munum búa hér í Santa Cruz til 24. september þá er planið að fara í þjóðgarðinn Yosemite og vera þar í nokkra daga áður en við keyrum upp ströndina og kíkjum á Redwoods þjóðgarðinn. Til að byrja með stefnum við á að fara í dagsferðir héðan og auðvitað skoða Santa Cruz í þaula. Við verðum ekki í stöðugu netsambandi meðan við dveljum hér en það er búið að benda okkur á nokkra staði þar sem við getum tengst netinu, erum t.d. stödd í bókasafni núna.

Bestu kveðjur í bili,

María og Þorsteinn

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Hahhahahah,frábært að vera beðinn um skilríki !!!  Öfunda ykkur af þessu öllu, mig langar að sjá kólibrífugla !  Hinsvegar sprangar kanína um hér á hverjum degi - inni í íbúðinni

Svava S. Steinars, 13.9.2007 kl. 00:56

2 identicon

 Hljómar mjög spennandi.  Skemmtileg ferðalög framundan.  Hlakka til að heyra meira, kv, Maja.

p.s. það er búið að loka húsinu, nú má blása smá án þess að það fjúki  

Maja (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 15109

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband