Það eru sóknarfæri í hversdagsleikanum.

Jæja góðir landar ég get nú ekki sagt að við hjónin höfum skemmt okkur vel síðan við komum heim enda hafa nokkrir stressfaktorar gert okkur lífið leitt en það horfir nú allt til bóta. Ég geri mér vonir um að þakið sé hætt að leka en verktakar sem unnu fyrir okkur á sínum tíma höfðu gleymt að setja þéttilista með mæninum og kítta í nokkur naglagöt.

Við gerum okkur miklar vonir um að dagmömmumál okkar séu að leysast en í næstu viku ætti að liggja fyrir hvort sú dagmamma verður í Kópavogi, Reykjavík eða Mosfellsbæ. Þær sem við vorum búin að festa á Seltjarnarnesi eru sem sagt að hætta því að eru að koma próf. Þvílíkt ábyrgðarleysi.

María er búin að vera í mikilli flækju um hvort hún eigi að skipta um vinnu en tók þá ákvörðun að halda þeirri gömlu í 75% starfi og byrjar í næstu viku.

Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur eytt miklum tíma í að snúast i kringum sjálfan sig og sína og dagurinn endist ekki til þrátt fyrir að áhugamálin höfum við alveg sett á hilluna í bili. Ég hef það þó fyrir satt að heimavinnandi húsmóðir vinnur á við tvo störf á vinnumarkaði. Svo þið getið rétt ímyndað ykkur að við hjónin erum próduktíf um þessar mundir.

Ég skellti inn tveimur nýjum myndaalbúum í kvöld sem þarfnast skýringa. Virgenia City er bær í Nevada þar sem byggingar eru eins og þær voru um 1850 bæði að innan og utan. Þessi borg eða bær byggðist upp af gull og silfurnámamönnum og var um tíma ríkasta borg Bandríkjanna.

Við höfðum líka frétt að Wiskeylake við Wiskeytown væri mjög fallegt vatn. Við komumst síðan að því að vatnið er í raun og veru uppistöðulón. Við ókum að skilti sem stóð á Wiskey town en það vísaði á eitt uppistandandi hrörlegt hús restin að bænum er undir vatninu. Okkur var bent á að heimsækja kirkjugarðinn hann væri mjög spes því engar reglur gilda um hann. Best að láta myndirnar tala en ég get upplýst að ég varð mjög snortinn.

Þorsteinn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 15093

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband