Stórir sigrar

Happy babyHún Hugrún Gyða er nánast alltaf í góðu skapi og það er gaman að fylgjast með henni þessa daganna eins og endranær. Sú stutta er fljót að ná athygli nálægra með því að vinka (með lófann að sér) og segja „æ" (hæ). Við foreldrarnir erum heldur ekkert hissa að fólk skuli hvað eftir annað hæla dótturinni. „this is happy baby", „she is beautiful". Daman litla er þó æ oftar farin að láta í sér heyra. Sérstaklega er hún óþolinmóð að vera í bíl sem gerir það að verkum að okkur vex nokkuð í augum að ferðast mikið. Eins og prinsessum sæmir þá krefst hún fullrar athygli. Þegar mamma hennar situr með hana fyrir framan tölvuna snýr hún hausnum hennar að sér og segir „mamma" í ásökunartón.  Það orð notar hún reyndar yfir okkur bæði.Hún er að verða alveg rosaleg pabbastelpa svo mömmu hennar þykir held ég nóg um.

Helstu sigrar þessa daganna eru stórkostlegar framfarir að labba. Þannig gengur hún endanna á milli stoppar og snýr við oft án þess að detta. Þetta hefur í för með sér að við erum alveg  á nálum, því í húsinu þar sem við búum eru hættulegir stigar. Henni finnst mjög gaman þegar við þykjumst ætla að ná henni og æsist ótrúlega upp og hlær alveg óborganlega við það. Við erum sem sagt farin að skilja þegar fólk sagði við okkur að við værum heppin að barnið okkar væri ekki farið að labba. Þannig má segja að annað okkar er alveg bráðupptekið meðan daman vakir.

Í dag tók hún lúrinn sinn að venju og við vorum að bjástra í eldhúsinu og töldum okkur í góðum málum með vakttækið í gangi. Þegar sponsið var búið að sofa í korter heyrðum við eitthvað þrusk úr svefnherberginu þar sem hún svaf og viti menn - María mætti Hugrúnu Gyðu labbandi á miðjum svefnherbergisganginum. Við klórum okkur bara í hausnum og skiljum ekki hvernig hún fór að þessu því það er býsna hátt niður úr rúminu okkar og við vorum auk þess búin að girða hana inni í stórum koddum. Auk þess var hún búin að hella úr vatnsglasinu og taka talsvert til í svefnherberginu áður en hún kom fram.

Það merkilega er að þegar hún sefur þá geng ég stundum í hringi og veit ekki alveg hvað ég á að taka mér fyrir hendur. Þá freistast ég stundum til að kíkja á engilinn í rúminu sínu eða á myndir sem við höfum tekið af henni. Ég elska hana svo mikið og ég er þakklátur fyrir að hafa tíma til að vera með henni þó það sé hörkuvinna að vera í fæðingarorlofi.

Þorsteinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já maður gerir ekkert mikið meira en að sinna blessuðum börnunum þegar maður er í fæðingarorlofi og/eða feðraorlofi :) Einar lærði þetta í fyrra orlofinu og hafði því "vit" á að koma ekki með neinar yfirlýsingar í þetta seinna skipti :) Nú átti sko ekkert að mála húsið að utan, taka svalirnar í gegn, endurskipuleggja bílskúrinn, fara í hjólatúra á hverjum degi og sund! Hin venjubundnu heimilisstörf átti síðan bara að gera á meðan Láran svæfi - ja svona eins og að þvo þvott, ganga frá, taka til, versla í matinn, elda mat.......o.s.frv. :)

Maður á því að njóta stundarinnar...stundin kemur ekki aftur og við getum ekki breytt því sem nú þegar er liðið - við getum hinsvegar haft áhrif á það sem framundan er....og það gerum við best með því að sinna börnunum okkar....já og mökum :) ekki gleyma þeim :)

Kv. Gurran

Gurra (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 15123

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband