Miðnæturgrúsk

Varað við fjallaljónumÞó auðvitað fari mikill tími í að sinna barnastússi í fæðingarorlofinu þá erum við María að bjástra eitt og annað. Helst finnst mér dagarnir hér vera of stuttir til að koma öllu í verk sem mig langar að gera og sjá. Það vantar björtu næturnar sem færa Íslendingum svo mikla viðbótarorku til að gera allt sem þeir þurfa að gera á sumrin.

Ég er að byrja að grúska í náttúruhandbókum sem Thea og Jeff lánuðu okkur. Við fórum klifjuð af bókum frá þeim úr matarboðinu á sunnudag. Thea er líffræðingur (eins og við) og á því mikið af athyglisverðum bókum. Hún  var búin að benda okkur á fallegt svæði sem heitir Mount Pisgah Arboretum sem við heimsóttum fyrir boðið. Við göngustíga inn á svæðið eru  skilti sem vara við fjallaljónum (púmum). Við ákváðum að lesa okkur aðeins betur til um þessi dýr og létum okkur nægja að ganga með ánni. Í framhaldinu fundum við grein um að það eru minni líkur á að verða fyrir árás fjallaljóns en að verða fyrir eldingu, ég á þó eftir að láta á það reyna hvort ég get dregið Maríu með mér á fjallið enda ófáir sem hafa orðið fyrir eldingu.

María hefur alveg kveikt í mér og sannfært mig um að okkur bráðvanti nýja myndavél. Reyndar eigum við góða myndavél sem við notum óspart. Ég hef mjög gaman af því að taka myndir eins og lesendur hafa kannski tekið eftir en er ekki alltaf  ánægður með árangurinn og vil þá meina að það sé myndavélinni um að kenna. Því varð úr að við pöntuðum Canon EOS 400E með einhverri ótrúlega góðri linsu á Ebay en það munar mörg hundruð dollurum á verði þar og í lágvöruverslunum hér. Það er ótrúlegt hvað mann getur hlakkað til að eignast nýja hluti, er þetta í lagi?

Síðustu kvöld höfum við legið yfir kortum og erum að skipuleggja að fara eitthvað norður, kannski til Seattle og Vancouver og heimsækja jafnvel Olympic national park. Einnig höfum við áhuga á að fara aðra ferð suður til Kaliforníu. Við erum mjög spennt að kíkja á þjóðgarða, t.d Red wood og Yosemite en það gæti verið of langur akstur fyrir Hugrúnu Gyðu. Við höfum verið að skoða möguleika á að leigja húsbíl en höldum að það verði of dýrt,  það verði jafnvel hagstæðara að vera á mótelum. Þá getum við aftur á móti ekki eldað...... þ.e.a.s ég.. Allar uppástungur um ferðalagið og hvað gæti verið gaman að sjá eru vel þegnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil ekkert í þessum myndavélaráhuga...er þetta ekki bara eyðsla á pening :) haha - þekki alveg þennan spenning sem byggist upp í manni þegar maður bíður spenntur eftir nýju "dóti" :)

kv. og góða ferð

Gurran

Gurra (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 20:32

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Til lukku með nýju vélina   Ég hef heyrt að Yosemite sé alveg ómissandi.  Bið að heilsa stóru kisunum !

Svava S. Steinars, 22.8.2007 kl. 23:48

3 Smámynd: María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Ég held að það sé bara sparnaður að eyða peningum hérna þar sem allt kostar hér helmingi minna en heima. Það höfum við allavega haft að leiðarljósi þegar við erum í bænum að versla.  

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason, 23.8.2007 kl. 00:51

4 identicon

Híhí

Ég held það sé bara sparnaður að kaupa vélina enda eins og Óli segi nauðsynlegt að eiga svona vél og verðið ekki svikin af henni,,, en svo þegar þú ferð að kaupa á hana aukahlutina ömmmmm.......... þeir kosta pening. Hí hí

Ótrúlega gaman að lesa um ævintýrið ykkar hérna.

 Knús og kveðja Edda

Edda (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 09:57

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Mæli að sjálfsögðu með Vancouver. Sennilega dásamlegasta borg Norður Ameríku og ég er búin að sjá þær margar. Mér sýnist á öllu að þið séuð annað hvort í suður Oregon eða norður hluta Kaliforníu. Allir segja að það sé frábært að koma til Joshua Tree. Sjálf dreymi ég um að komast til Arizona og sjá Grand Canyon.

Er svo sammála um púmurnar. Og hvað sem hver segir þá ráðast þær á fólk reglulega og stundum fara þær hreinlega á mannaveiðar.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.8.2007 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband