Tígur í svefnherberginu

Við teljum okkur vera búin að finna bestu ísbúðina í bænum. Hún er á 19. stræti og er ekki hluti af stórri keðju, heldur lítil "local"búð þar sem ísinn er búinn til á staðnum. Við erum búin að fara þangað þrisvar á einni viku og ísinn þar er æði! Í annað skiptið sem við fórum þangað tókum við eftir húsi á móti sem lætur lítið yfir sér en þegar betur var að gáð er þar Traditional Italian Cuisine, ítalskur veitingastaður, sem hefur reyndar verið valinn besti ítalski veitingastaður Eugene 8 ár í röð. Það vissum við reyndar ekki í fyrradag þegar við ákváðum að prófa að borða á þessum látlausa stað í úthverfi borgarinnar, eftir vel heppnaðan göngutúr í Amazon Park, í staðin fyrir að grípa með okkur eina Dominos pizzu á leiðinni heim. Í stuttu máli sagt kom kvöldið skemmtilega á óvart. Við sátum á veröndinni í kvöldsólinni, fengum fínasta mat og í fyrsta skipti pöntuðum við sérstakan rétt fyrir Hugrúnu Gyðu, sem lék við hvern sinn fingur og dró að sér athygli nærstaddra, sérstaklega konu einnar á næsta borði. Sú varð alveg heilluð af litlu prinsessunni og talaði um hve mikið hana hlakkar til að eignast barnabörn. Eftir stutt spjall við hana og eiginmann hennar kom í ljós að þarna voru á ferð einn af saksóknurum Eugene og kona hans. Þau létu okkur nöfn sín og símanúmer og vilja ólm fara út að borða með okkur eitthvert kvöldið! Eitthvað grunar mig að Hugrún Gyða eigi þátt í því.

 

Hugrún Gyða er farin að myndasIMG_4613t við að segja fáein orð og vinsælasta orðið síðustu daga er MAMMA sem hún notar yfir okkur foreldana báða. Hún er líka svakalega dugleg að gera ýmis dýrahljóð og geltir eins og flottasti hundur þegar hún sér hunda, urrar þegar hún sér fugla, jarmar þegar hún sér kindur og ýmis önnur dýr eins og dádýr og hneggjar þegar hún sér hesta og kýr. Eins og sannri skvísu sæmir fór ég, mamman, í undirfataverslunina Victoria Secret um daginn, enda hafði ég ekki eignast almennileg nærföt síðan löngu áður en ég varð ólétt og löngu orðin leið á að ganga í óléttu- og brjóstagjafarnærfötum. Ég var bara býsna dugleg í búðinni og kom með stóran innkaupapoka heim. Um daginn var ég búin að dressa mig upp í eitt settið sem var í "very sexy" deildinni í búðinni. Það er með svaka flottu tígramynstri og mér finnst ég svaka pæja í því. Hugrún Gyða var að bjástra á gólfinu hjá mér en allt í einu heyri ég að hún var farin að gelta í miklum æsingi og jafnvel urra þegar hún horfði á mömmu sína í fína settinu!

 

Annars hafa síðustu dagar liðið í miklum rólegheitum. Við vorum með miklar fyrirætlanir um hin ýmsu ferðalög strax þegar stóru börnin færu heim til Íslands, en það hefur dregist. Kannski er hluti ástæðunnar sá að Hugrún Gyða heldur varla út að vera í bíl hér innanbæjar og því vex það okkur verulega í augum að leggjast í langferðalög. EN, á morgun, föstudag, ætlum við að leggja af stað í helgarferð. Sjá hvernig það gengur áður en við förum í lengri ferðir. Við ætlum að keyra norður til Portland sem er stærsta borgin í Oregon og skoða hana svolítið, síðan ætlum við að keyra í austurátt, skoða Multnomah fossa, Mt. Hood, hæsta fjall Oregon og ýmislegt fleira. Við erum líka svakalega spennt fyrir því að skoða safn sem heitir Oregon Museum og Science and Industry (OMSI) en þar eru settar upp sýningar með alvöru líkömum, kíkið á http://www.omsi.edu/. Ætlum að skipuleggja okkur þannig að við keyrum lítið en skoðum vel það sem við skoðum. Ég get samt alveg lofað ykkur að ef við rekumst aftur á skilti þar sem varað er við fjallaljónum á ég eftir að verða erfið í taumi. Þó lítil hætta sé á því að fjallaljón ráðist á menn verð ég samt að viðurkenna að ég var með hjartað í buxunum í göngutúrnum sem við fórum í síðustu helgi á staðnum sem nýlega sást til fjallaljóns.

 

Segjum ykkur ferðasögu eftir helgi.

 

María


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða skemmtun í ferðinni.  Frábært að fá að fylgjast með ykkur.  Er enn að ath. ferðina, strandar aðeins á pössun!!

Maja (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 10:43

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Frábær saga af litlu dömunni  Greinilega dúndur undirföt !

Svava S. Steinars, 29.8.2007 kl. 01:09

3 identicon

hæ hæ mamma, þorsteinn og hugrún

gaman að fylgjast með ferðum ykkar.

Una (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 15123

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband