Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
30.10.2007 | 15:56
Fordómar
Ég var staðinn að því að tala illa um útlendinga í dag, þegar viðmælandi minn minnti mig á að við ættum ekki að vera fordómafull þá hrökk ég við. Ég hef nefnilega talið sjálfum mér trú um að allt fólk hvar sem það er í heiminum eigi rétt á að komið sé fram við það af kurteisi og virðingu. Ég tel að við eigum að láta öðrum um að glíma við vandamál sem geta skapast vegna ólíkra menningarheima en bjóða þá sem þegar eru hingað komnir oft á flótta frá mjög mannskemmandi aðstæðum, velkomna. Treystum fólki þangað til annað kemur í ljós og brosum til útlendinga.
Það er gott að vera minntur á þegar maður gerir mistök og fá annað tækifæri til að gera það sem er réttara.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2007 | 05:45
Nýjar tennur og hættuleg skordýr
Þessi skemmtilegheit urðu þó ekki til að koma í veg fyrir að við skelltum okkur á hafnarboltaleik með Jim og Camille. Það er miklu minna umstang í kringum hafnarboltann hér í Eugene heldur en ameríska fótboltann. Leikurinn var haldinn á hverfisvelli hér í nágrenninu og þetta var bara nokkuð kósí stemmning þar sem heimaliðið beið ósigur fyrir gestunum frá Salem.
Þar sem Hugrún Gyða vakanði frísk í morgun eftir erfiða nótt þá ákváðum við að fara í bæinn því nú er yfirstandandi svoköllluð Eugene hátíð sem á sér 25 ára langa hefð og byrjar með skrúðgöngu sem ótrúlega mikið er lagt í þar sem eru síðan krýnd snígladrottning. Í rauninni er hér á ferðinni útvíkkun á laugardagsmarkaðinum nema að maður borgar sig inn. Til viðbótar eru mörg tónlistaratriði og kvikmyndir sem hægt er að sækja en við létum duga að hlusta á eina grúbbu. Svo litum við líka við á laugardagsmarkaðinum og horfðum á magadans. Við erum búin að vera hér það lengi að við erum farin að þekkja fólk þegar við förum í bæinn. að þessu sinni hittum við Theu og Jeff og borðuðum með þeim hádegismat.
Annars eru breytingar hjá okkur í vændum því við erum að flytja út úr gamla húsinu á Gimpl Hill á morgun sunnudag og munum ekki koma til baka. Þetta kom mjög snögglega uppá en meira um það í næstu bloggfærslu.
Tatata tamm.
Þorsteinn
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 06:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 07:11
Tígur í svefnherberginu
Við teljum okkur vera búin að finna bestu ísbúðina í bænum. Hún er á 19. stræti og er ekki hluti af stórri keðju, heldur lítil "local"búð þar sem ísinn er búinn til á staðnum. Við erum búin að fara þangað þrisvar á einni viku og ísinn þar er æði! Í annað skiptið sem við fórum þangað tókum við eftir húsi á móti sem lætur lítið yfir sér en þegar betur var að gáð er þar Traditional Italian Cuisine, ítalskur veitingastaður, sem hefur reyndar verið valinn besti ítalski veitingastaður Eugene 8 ár í röð. Það vissum við reyndar ekki í fyrradag þegar við ákváðum að prófa að borða á þessum látlausa stað í úthverfi borgarinnar, eftir vel heppnaðan göngutúr í Amazon Park, í staðin fyrir að grípa með okkur eina Dominos pizzu á leiðinni heim. Í stuttu máli sagt kom kvöldið skemmtilega á óvart. Við sátum á veröndinni í kvöldsólinni, fengum fínasta mat og í fyrsta skipti pöntuðum við sérstakan rétt fyrir Hugrúnu Gyðu, sem lék við hvern sinn fingur og dró að sér athygli nærstaddra, sérstaklega konu einnar á næsta borði. Sú varð alveg heilluð af litlu prinsessunni og talaði um hve mikið hana hlakkar til að eignast barnabörn. Eftir stutt spjall við hana og eiginmann hennar kom í ljós að þarna voru á ferð einn af saksóknurum Eugene og kona hans. Þau létu okkur nöfn sín og símanúmer og vilja ólm fara út að borða með okkur eitthvert kvöldið! Eitthvað grunar mig að Hugrún Gyða eigi þátt í því.
Hugrún Gyða er farin að myndast við að segja fáein orð og vinsælasta orðið síðustu daga er MAMMA sem hún notar yfir okkur foreldana báða. Hún er líka svakalega dugleg að gera ýmis dýrahljóð og geltir eins og flottasti hundur þegar hún sér hunda, urrar þegar hún sér fugla, jarmar þegar hún sér kindur og ýmis önnur dýr eins og dádýr og hneggjar þegar hún sér hesta og kýr. Eins og sannri skvísu sæmir fór ég, mamman, í undirfataverslunina Victoria Secret um daginn, enda hafði ég ekki eignast almennileg nærföt síðan löngu áður en ég varð ólétt og löngu orðin leið á að ganga í óléttu- og brjóstagjafarnærfötum. Ég var bara býsna dugleg í búðinni og kom með stóran innkaupapoka heim. Um daginn var ég búin að dressa mig upp í eitt settið sem var í "very sexy" deildinni í búðinni. Það er með svaka flottu tígramynstri og mér finnst ég svaka pæja í því. Hugrún Gyða var að bjástra á gólfinu hjá mér en allt í einu heyri ég að hún var farin að gelta í miklum æsingi og jafnvel urra þegar hún horfði á mömmu sína í fína settinu!
Annars hafa síðustu dagar liðið í miklum rólegheitum. Við vorum með miklar fyrirætlanir um hin ýmsu ferðalög strax þegar stóru börnin færu heim til Íslands, en það hefur dregist. Kannski er hluti ástæðunnar sá að Hugrún Gyða heldur varla út að vera í bíl hér innanbæjar og því vex það okkur verulega í augum að leggjast í langferðalög. EN, á morgun, föstudag, ætlum við að leggja af stað í helgarferð. Sjá hvernig það gengur áður en við förum í lengri ferðir. Við ætlum að keyra norður til Portland sem er stærsta borgin í Oregon og skoða hana svolítið, síðan ætlum við að keyra í austurátt, skoða Multnomah fossa, Mt. Hood, hæsta fjall Oregon og ýmislegt fleira. Við erum líka svakalega spennt fyrir því að skoða safn sem heitir Oregon Museum og Science and Industry (OMSI) en þar eru settar upp sýningar með alvöru líkömum, kíkið á http://www.omsi.edu/. Ætlum að skipuleggja okkur þannig að við keyrum lítið en skoðum vel það sem við skoðum. Ég get samt alveg lofað ykkur að ef við rekumst aftur á skilti þar sem varað er við fjallaljónum á ég eftir að verða erfið í taumi. Þó lítil hætta sé á því að fjallaljón ráðist á menn verð ég samt að viðurkenna að ég var með hjartað í buxunum í göngutúrnum sem við fórum í síðustu helgi á staðnum sem nýlega sást til fjallaljóns.
Segjum ykkur ferðasögu eftir helgi.
María
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.8.2007 | 04:47
Stórir sigrar
Helstu sigrar þessa daganna eru stórkostlegar framfarir að labba. Þannig gengur hún endanna á milli stoppar og snýr við oft án þess að detta. Þetta hefur í för með sér að við erum alveg á nálum, því í húsinu þar sem við búum eru hættulegir stigar. Henni finnst mjög gaman þegar við þykjumst ætla að ná henni og æsist ótrúlega upp og hlær alveg óborganlega við það. Við erum sem sagt farin að skilja þegar fólk sagði við okkur að við værum heppin að barnið okkar væri ekki farið að labba. Þannig má segja að annað okkar er alveg bráðupptekið meðan daman vakir.
Í dag tók hún lúrinn sinn að venju og við vorum að bjástra í eldhúsinu og töldum okkur í góðum málum með vakttækið í gangi. Þegar sponsið var búið að sofa í korter heyrðum við eitthvað þrusk úr svefnherberginu þar sem hún svaf og viti menn - María mætti Hugrúnu Gyðu labbandi á miðjum svefnherbergisganginum. Við klórum okkur bara í hausnum og skiljum ekki hvernig hún fór að þessu því það er býsna hátt niður úr rúminu okkar og við vorum auk þess búin að girða hana inni í stórum koddum. Auk þess var hún búin að hella úr vatnsglasinu og taka talsvert til í svefnherberginu áður en hún kom fram.
Það merkilega er að þegar hún sefur þá geng ég stundum í hringi og veit ekki alveg hvað ég á að taka mér fyrir hendur. Þá freistast ég stundum til að kíkja á engilinn í rúminu sínu eða á myndir sem við höfum tekið af henni. Ég elska hana svo mikið og ég er þakklátur fyrir að hafa tíma til að vera með henni þó það sé hörkuvinna að vera í fæðingarorlofi.
Þorsteinn
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 05:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2007 | 06:51
I loftid
Thad kom tha ad thvi ad pabbinn og mamman i faedingarorlofi byrjudu ad blogga. Thad er buid ad standa til sidan i vor en vid aetlum ad vera dugleg ad upplysa ykkur um reynslu okkar her i borginni Eugene i fylkinu Oregon i USA. Vid fjolskyldan komum hingad 9. juli og hofum thangad til i dag buid i 100 ara gomlu husi, med sofa a verondinni sem haegt er ad rugga ser i. I svona husi eins og thid hafid sed i bio. I gardinum er alika gamalt valhnetutre sem teygir anga sina langt yfir husid og upp i hlidina med otal greinar sem hver um sig er eins og fullvaxid tre. I morgun tegar eg leit ut um gluggann var dadyr med kalfinn sinn ad plaga landeigandann med blomaati. I naestu andra hoppadi ikorni nidur ur tre.
'Astaeda thess ad vid erum her er ad eg, pabbinn, er i faedingarorlofi og vid akvadum ad verja theim tima i utlondum. Vid skiptum a husinu okkar og bil vid amerisk hjon. Thar sem vid munum dvelja lengur her i Eugene en amerisku hjonin a Islandi voru thau svo vinsamleg ad redda okkur thessu lika agaeta gamla husi sem vid buum i thann tima sem thau eru heima hja ser, og thau utvegudu okkur reyndar bil lika sem rumar okkur oll sex.
Vid vonum ad vid getum tengt islenska stafi vid bloggid sem fyrst erum ad vinna i thvi.
Þorsteinn
Vinir og fjölskylda | Breytt 5.9.2007 kl. 05:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Living in America
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar