Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Viltu láta plasta þig þegar þú deyrð?

Ég var hvattur til að íhuga þennan kost þegar ég heimsótti sýninguna Body World 3 í OMSI (Oregon Museum of Science and Industry) í Portland. Á sýningunni eru sýndir líkamar eða líkamshlutar sem bw3-753491fólk, alls um 120 manns, hefur gefið safninu áður en það dó. Nú er ekki svo að skilja að þarna hafi verið lík til sýnis, tilfinningin fyrir dauðanum var þarna víðs fjærri. Líkamarnir hafa verið meðhöndlaðir með ýmsum hætti af vísindamönnum safnsins, allt eftir því hvert markmiðið með hverjum líkama eða líkamshluta er. Í öllum tilvikum hefur mannslíkaminn þó verið meðhöndlaður þannig að á endanum stendur eftir plastaður líkami eða líkamshluti sem unnt er að varðveita um ókomin ár og í öllum tilvikum er fólkið óþekkjanlegt. Helsti tilgangurinn með þessu er að gera líffæri og líkamsbyggingu mannslíkamans sýnileg og það verð ég að segja að það tekst mjög vel á sýningunni. Því miður eru myndatökur ekki leyfðar þar en ég hvet ykkur til að kynna ykkur heimasíðuna  http://www.omsi.edu/visit/featured/bodyworlds/. Sjón er sögu ríkari.

Dæmi um það sem við sáum á sýningunni er maður sem heldur á húð sinni í annarri hendinni, eftir standa vöðvar og taugar. Við hverja stöð er hægt að hlusta á fróðleik um það sem fyrir augu ber í heyrnartólum.  Í mörgum tilvikum var búið að opna inn í brjósthol þannig að líffæri voru sjáanleg í öðum tilvikum meltingarvegur eða blóðrásarkerfi. Í einu tilviki er fótur til sýnis nema að það eru einungis æðarnar í fætinum, búið að hreinsa allt annað í burtu. Þarna eru sýnd um 50 fóstur, öll mismunandi gömul, það elsta að því komið að fæðast. Við sáum lungu reykingarmanns til samanburðar við lungu heilbrigðs manns, þar var bókstaflega verið að bera saman svart og hvítt. Margir safngestir notuðu tækifærið og skyldu  sígarettupakkana sína eftir í þar til gerðu boxi við sýningarbásinn. Í einum ramma var þunnt þversnið af mjög feitri manneskju þar sem sást hvernig fitan umlykur öll líffæri, þekur æðaveggi og svo auðvitað utan á viðkomandi.

Margir listamenn sögunnar hafa reynt að endurskapa manninn í list. Þarna er búið að hlutgera raunverulegt fólk með listalega fallegum hætti þó gjörningurinn hljóti að kveikja margar siðferðislegar spurningar.

Einhvernvegin fékk ég mig nú ekki til að ráðstafa búknum.

 

Þorsteinn


Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 15093

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband