Færsluflokkur: Vísindi og fræði
6.9.2007 | 06:52
Viltu láta plasta þig þegar þú deyrð?
Dæmi um það sem við sáum á sýningunni er maður sem heldur á húð sinni í annarri hendinni, eftir standa vöðvar og taugar. Við hverja stöð er hægt að hlusta á fróðleik um það sem fyrir augu ber í heyrnartólum. Í mörgum tilvikum var búið að opna inn í brjósthol þannig að líffæri voru sjáanleg í öðum tilvikum meltingarvegur eða blóðrásarkerfi. Í einu tilviki er fótur til sýnis nema að það eru einungis æðarnar í fætinum, búið að hreinsa allt annað í burtu. Þarna eru sýnd um 50 fóstur, öll mismunandi gömul, það elsta að því komið að fæðast. Við sáum lungu reykingarmanns til samanburðar við lungu heilbrigðs manns, þar var bókstaflega verið að bera saman svart og hvítt. Margir safngestir notuðu tækifærið og skyldu sígarettupakkana sína eftir í þar til gerðu boxi við sýningarbásinn. Í einum ramma var þunnt þversnið af mjög feitri manneskju þar sem sást hvernig fitan umlykur öll líffæri, þekur æðaveggi og svo auðvitað utan á viðkomandi.
Margir listamenn sögunnar hafa reynt að endurskapa manninn í list. Þarna er búið að hlutgera raunverulegt fólk með listalega fallegum hætti þó gjörningurinn hljóti að kveikja margar siðferðislegar spurningar.
Einhvernvegin fékk ég mig nú ekki til að ráðstafa búknum.
Þorsteinn
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Living in America
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar