Færsluflokkur: Menning og listir

Viltu láta plasta þig þegar þú deyrð?

Ég var hvattur til að íhuga þennan kost þegar ég heimsótti sýninguna Body World 3 í OMSI (Oregon Museum of Science and Industry) í Portland. Á sýningunni eru sýndir líkamar eða líkamshlutar sem bw3-753491fólk, alls um 120 manns, hefur gefið safninu áður en það dó. Nú er ekki svo að skilja að þarna hafi verið lík til sýnis, tilfinningin fyrir dauðanum var þarna víðs fjærri. Líkamarnir hafa verið meðhöndlaðir með ýmsum hætti af vísindamönnum safnsins, allt eftir því hvert markmiðið með hverjum líkama eða líkamshluta er. Í öllum tilvikum hefur mannslíkaminn þó verið meðhöndlaður þannig að á endanum stendur eftir plastaður líkami eða líkamshluti sem unnt er að varðveita um ókomin ár og í öllum tilvikum er fólkið óþekkjanlegt. Helsti tilgangurinn með þessu er að gera líffæri og líkamsbyggingu mannslíkamans sýnileg og það verð ég að segja að það tekst mjög vel á sýningunni. Því miður eru myndatökur ekki leyfðar þar en ég hvet ykkur til að kynna ykkur heimasíðuna  http://www.omsi.edu/visit/featured/bodyworlds/. Sjón er sögu ríkari.

Dæmi um það sem við sáum á sýningunni er maður sem heldur á húð sinni í annarri hendinni, eftir standa vöðvar og taugar. Við hverja stöð er hægt að hlusta á fróðleik um það sem fyrir augu ber í heyrnartólum.  Í mörgum tilvikum var búið að opna inn í brjósthol þannig að líffæri voru sjáanleg í öðum tilvikum meltingarvegur eða blóðrásarkerfi. Í einu tilviki er fótur til sýnis nema að það eru einungis æðarnar í fætinum, búið að hreinsa allt annað í burtu. Þarna eru sýnd um 50 fóstur, öll mismunandi gömul, það elsta að því komið að fæðast. Við sáum lungu reykingarmanns til samanburðar við lungu heilbrigðs manns, þar var bókstaflega verið að bera saman svart og hvítt. Margir safngestir notuðu tækifærið og skyldu  sígarettupakkana sína eftir í þar til gerðu boxi við sýningarbásinn. Í einum ramma var þunnt þversnið af mjög feitri manneskju þar sem sást hvernig fitan umlykur öll líffæri, þekur æðaveggi og svo auðvitað utan á viðkomandi.

Margir listamenn sögunnar hafa reynt að endurskapa manninn í list. Þarna er búið að hlutgera raunverulegt fólk með listalega fallegum hætti þó gjörningurinn hljóti að kveikja margar siðferðislegar spurningar.

Einhvernvegin fékk ég mig nú ekki til að ráðstafa búknum.

 

Þorsteinn


Ruðningsboltavertíðin hafin

Í gær, laugardag, skelltum við hjónin okkur á fyrsta ruðningsboltaleik vertíðarinnar hér í Eugene, heimaliðið Oregon Ducks á móti Houston Cougars. Við keyptum miðana með margra vikna fyrirvara og var full þörf þar á, því þó leikvangurinn rúmi 60 þúsund manns var hvert sæti þéttskipað. Við vorum samferða Jim og Camille og tókum strætó því það er ekki nokkur leið að fá bílastæði við leikvanginn nema mæta þar snemma morguns og fyrirtæki í nágrenninu selja stæði á uppsprengdu verði. Við skynjuðum strax mikla stemningu í strætó, allstaðar var fólk klætt í gul eða græn föt, liti liðsins, og við götur voru gular og grænar blöðrur og fánar alveg að leikvanginum Autzen Stadium. Jim og Camille höfðu fært okkur stuðningsmannaboli að gjöf sem við skörtuðum þennan dag og féllum því vel í hópinn. Auk þess fékk María gula og græna perluhálsfesti sem Hvert sæti þétt skipaðtíðkast að konur kasti frá sér þegar liðið skorar. Á bílastæðunum framan við Autzen Stadium höfðu þeir sem mættu snemma komið sér vel fyrir með gasgrill og bjór og við skelltum okkur á eina slíka samkomu með hjónunum.

Fyrir leikinn stakk Camille upp á að við skiptum liði í fyrri hálfleik, þannig að við Jim myndum sitja saman í þeirra sætum svo Jim gæti útskýrt fyrir mér reglur leiksins á meðan þær María sætu í okkar sætum og gætu rætt um tísku og uppskriftir. Það var gríðarlega mikið að gerast hjá áhorfendum og hávaðinn í stuðningsmönnum Oregon Ducks var gríðarlegur, uppblásnir plastboltar og hálsfestar flugu manna á milli og það var hrópað og kallað. Það var þó frekar erfitt fyrir nýgræðinga eins og okkur að átta sig á því sem fram fór á vellinum og ætla ég ekki að reyna að útskýra leikinn enda skildist mér á mönnum sem þarna koma reglulega að þeir séu enn að læra (líklega sagt fyrir kurteisissakir). Þar sem við sátum beint fyrir ofan og býsna nálægt klappstýrunum snotru sem skemmtu áhorfendum með dansi og fjöllistum þurfum við (lesist ég) ekki að láta okkur leiðast. María naut þess að horfa á fótboltakappana og mig minnir jafnvel að hún hafi nefnt að ég þyrfti að fá mér svona búning.

Leikurinn endaði 48-27 fyrir Oregon Ducks gegn Huston Cougars (nema það hafi bæst við stig eftir að ég tók mynd af skjánum). Þetta var sérlega skemmtileg upplifun en hetja dagsins í mínum huga var litla prinsessan sem var í 5 tíma pössun og stóð sem með prýði.

Þorsteinn


Lane County Fair

DSC00026Ekki varð úr sundferð í dag þar sem laugin var einungis opin fyrir "lap swim"en þá getur maður synt fram og til baka í stóru lauginni. Ég notaði þó tækifærið og spurði starfskonuna af hverju heitipotturinn væri lokaður fyrir yngri en 15 ára. „Það er af heilsufarsástæðum svaraði starfskonan, börn geta ofhitnað ef þau eru of lengi í pottinum".

Við gengum að bílnum og horfðum yfir hálfmannlaust sundlaugarsvæðið, tómar barnalaugarnar og hristum hausinn. Eina sem okkur datt í hug er, að verið sé að spara starfsfólk því við 50 m laug hér standa 6 laugarverðir með kút í fanginu tilbúnir til að fyrirbyggja slys.

Við ákváðum í staðin að halda á sýsluhátíðina en árlega er haldinn mikil hátíð í Lane sýslu sem kallast Lane County Fair. Thea fræddi okkur um að það eru reknir krakkaklúbbar um alla Ameríku þar sem börnum er kennt að umgangast dýr, elda, sauma og ýmislegt nytsamlegt. Á hátíð sem þessari koma börnin svo með dýrin sem þau hafa alið og fá þau metin til verðlauna. Þarna mátti skoða heilan skála af húsdýrum, fuglum og ferfætlingum.

Á staðnum var hægt að kaupa sér fjölbreytilegan skyndibita en Thea og Jeff voru forsjál og komu með nesti. Við María svældum í okkur grískum hveitikökum með gumsi. En hveitikakan snéri sér við í maganum á mér þegar í horfði á teygjustökkstólinn skjótast upp í loft með fólk á hvolfi. Ég vonaði þeirra vegna að það væri ekki með gríska hveitiköku í maganum.

Við María röltum þarna á milli meðan Hugrún Gyða fékk sér lúr og kynntum okkar nokkra bása sem margir hverjir buðu uppá einhverja skyndilausnir fyrir heilsuna. Í einum bás var búið að tengja nokkra hausa við tölvu, mynd af heila birtist á skjánum og svo fékk fólk upplýsingar um hvað það var stressað. Þarna voru frambjóðendur með  bása og buðu upp á nammi. Lögregla og slökkvilið kynntu sýna starfsemi, hægt var að kaupa ýmiskonar handverk, fjárfesta, kaupa sér líftryggingu og myndir af fossum sem hreyfðust. Hægt var að velja milli fjölda tívolítækja en við dvöldum lengst við í tjaldi sem bauð upp á slavneska tónlist en við forðuðum við okkur þegar Skandinavíski danshópurinn mætti.

Í öðrum bás var okkur boðið að ganga í herinn. Herinn hefur uppá ýmislegt að bjóða, s.s. ókeypis menntun. Allt um það á http://www.goarmy.com/. Þetta minnir mig á áritun sem ég sá á hippa á laugardagsmarkaðinum. „War...that´s how Americans learn geography."

Hugrún Gyða mótmælti háfstöfum bílferðinni heim og var aldeilis ekki á því að leyfa foreldrunum að kaupa í matinn. Daman litla róaðist þó tímabundið þegar mamma hennar sótti innkaupakerru með gulum bíl sem hún gat keyrt á milli rekkanna.

Eldaður var „black cod" sem kom í ljós að er aldeilis ólíkur okkar íslenska þorski en bragðast þó vel í fiskisúpu.

 


I loftid

Thad kom tha ad thvi ad pabbinn og mamman i faedingarorlofi byrjudu ad blogga. Thad er buid ad standa til sidan i vor en vid aetlum ad vera dugleg ad upplysa ykkur um reynslu okkar her i borginni Eugene i fylkinu Oregon i USA. Vid fjolskyldan komum hingad 9. juli og hofum thangad til i dag buid i 100 ara gomlu husi, med sofa a verondinni sem haegt er ad rugga ser i. I svona husi eins og thid hafid sed i bio. I gardinum er alika gamalt valhnetutre sem teygir anga sina langt yfir husid og upp i hlidina med otal greinar sem hver um sig er eins og fullvaxid tre. I morgun tegar eg leit ut um gluggann var dadyr med kalfinn sinn ad plaga landeigandann med blomaati. I naestu andra hoppadi ikorni nidur ur tre.

'Astaeda thess ad vid erum her er ad eg, pabbinn, er i faedingarorlofi og vid akvadum ad verja theim tima i utlondum. Vid skiptum a husinu okkar og bil vid amerisk hjon. Thar sem vid munum dvelja lengur her i Eugene en amerisku hjonin a Islandi voru thau svo vinsamleg ad redda okkur thessu lika agaeta gamla husi sem vid buum i thann tima sem thau eru heima hja ser, og thau utvegudu okkur reyndar bil lika sem rumar okkur oll sex.

Vid vonum ad vid getum tengt islenska stafi vid bloggid sem fyrst erum ad vinna i thvi.

Þorsteinn

 

 

 

 

 


Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband