Færsluflokkur: Lífstíll
8.10.2007 | 23:57
Endurvinnsla
Það fer um mig í hvert einasta skipti sem ég hendi umbúðum í ruslið. Mér blöskrar það við skulum nýta auðlyndir jarðar með þessum hætti í þeim tilgangi einum að henda þeim í ruslið. Samt er ég alveg óskaplega ginkeyptur fyrir fallegum umbúðum. Til að mynda keypti ég bjór í náttúruvöruverslun í Feldon bara af því að hann var í svo svakalega fallegum umbúðum sem kom á daginn að voru úr hnausþykku áli. Ég hrökk líka við þegar María las á umbúðirnar að þarna væri á ferðinni bjór frá elsta framleiðanda bjórs í Japan. Það urðu sem sagt talsverð neikvæð umhverfisáhrif af þessum innkaupum en mér til nokkurrar gleði var bjórinn þó ekki fluttur með flugi frá Japan heldur bruggaður með sérlegu leyfi í Kanada. Annars er ég að vona að þessi skissa verði leiðrétt með endurvinnslu.
Það er ákveðinn galli við að skipta oft um heimili því það eru mismunandi kröfur gerðar um endurvinnslu úrgangs á hverjum stað þar sem við höfum dvalið og þessi athöfn getur verið flókin. Sumarið hjá okkur hófst jú í bæversku Ölpunum þar sem farið er út með ruslapokann og týnt úr honum í tólf tunnur og dagurinn var hálfnaður að því loknu. Á móti kemur að maður var með mjög góða samvisku að eftir heila viku varð aðeins lítill poki sem í raun gat kallast rusl..
Þar sem við höfum dvalið Í Oregon og Kaliforníu er lífrænn úrgangur settur í sorpkvörn í vaskinum og þar með er ekkert vesen í sambandi við flugur og lykt. Það er samt merkilegt að þessi búnaður skuli vera leyfður í Kaliforníu þar sem hér er mikill vatnsskortur en það þarf að láta renna slatta af vatni meðan verið er að hakka þetta niður og svo er gumsið flutt með vatni á leiðarenda. Á Íslandi eru svona sorpkvarnir nokkuð vinsælar enda alveg rakið fyrir kaupandann að koma kostnaðinum af lífrænu sorphirðunni alveg yfir á sveitarfélagið" Sveitarfélagið situr síðan uppi með kostnaðinn, sem auðvitað er mun hærri þegar þessu er fargað með þessum hætti.
Í Oregon eru fimm sorptunnur, ein fyrir óflokkað rusl, önnur fyrir allt sem hægt er að endurvinna, þ.m.t. umbúðir og málma og plast, síðan er garðaúrgagnstunna og spilliefnatunna. Þetta er sem sagt nokkuð góð frammistaða. Fólk þarf svo sjálft að trilla tunnunum út á götu daginn sem sorphirðubíllinn kemur og eins gott að gleyma því ekki því þá situr fólk bara uppi með sorpið. Það var bara einn starfsmaður á sorphirðubílnum í Oregon og sá keyrir á milli tunnanna og lyftir þeim upp í bílinn og svo koll af kolli.
Ég er þeirrar skoðunar að Íslensk stjórnvöld eigi að krefjast meiri flokkunar á úrgangi á heimilunum hvort sem við förum að dæmi þjóðverja eða bandaríkjamanna. Ef það er ekki hagkvæmt þá þarf að breyta verðlagningu með sköttum þannig að það verði hagkvæmt. Það verður spennandi að sjá hvaða leið verður valin í svæðisáætlunum sveitarfélaga sem nú er í smíðum.
Ekki orð um það meir ég hljóma örugglega eins og ég sé byrjaður í vinnunni.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2007 | 05:22
Ruðningsboltavertíðin hafin
Fyrir leikinn stakk Camille upp á að við skiptum liði í fyrri hálfleik, þannig að við Jim myndum sitja saman í þeirra sætum svo Jim gæti útskýrt fyrir mér reglur leiksins á meðan þær María sætu í okkar sætum og gætu rætt um tísku og uppskriftir. Það var gríðarlega mikið að gerast hjá áhorfendum og hávaðinn í stuðningsmönnum Oregon Ducks var gríðarlegur, uppblásnir plastboltar og hálsfestar flugu manna á milli og það var hrópað og kallað. Það var þó frekar erfitt fyrir nýgræðinga eins og okkur að átta sig á því sem fram fór á vellinum og ætla ég ekki að reyna að útskýra leikinn enda skildist mér á mönnum sem þarna koma reglulega að þeir séu enn að læra (líklega sagt fyrir kurteisissakir). Þar sem við sátum beint fyrir ofan og býsna nálægt klappstýrunum snotru sem skemmtu áhorfendum með dansi og fjöllistum þurfum við (lesist ég) ekki að láta okkur leiðast. María naut þess að horfa á fótboltakappana og mig minnir jafnvel að hún hafi nefnt að ég þyrfti að fá mér svona búning.
Leikurinn endaði 48-27 fyrir Oregon Ducks gegn Huston Cougars (nema það hafi bæst við stig eftir að ég tók mynd af skjánum). Þetta var sérlega skemmtileg upplifun en hetja dagsins í mínum huga var litla prinsessan sem var í 5 tíma pössun og stóð sem með prýði.
Þorsteinn
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2007 | 06:51
I loftid
Thad kom tha ad thvi ad pabbinn og mamman i faedingarorlofi byrjudu ad blogga. Thad er buid ad standa til sidan i vor en vid aetlum ad vera dugleg ad upplysa ykkur um reynslu okkar her i borginni Eugene i fylkinu Oregon i USA. Vid fjolskyldan komum hingad 9. juli og hofum thangad til i dag buid i 100 ara gomlu husi, med sofa a verondinni sem haegt er ad rugga ser i. I svona husi eins og thid hafid sed i bio. I gardinum er alika gamalt valhnetutre sem teygir anga sina langt yfir husid og upp i hlidina med otal greinar sem hver um sig er eins og fullvaxid tre. I morgun tegar eg leit ut um gluggann var dadyr med kalfinn sinn ad plaga landeigandann med blomaati. I naestu andra hoppadi ikorni nidur ur tre.
'Astaeda thess ad vid erum her er ad eg, pabbinn, er i faedingarorlofi og vid akvadum ad verja theim tima i utlondum. Vid skiptum a husinu okkar og bil vid amerisk hjon. Thar sem vid munum dvelja lengur her i Eugene en amerisku hjonin a Islandi voru thau svo vinsamleg ad redda okkur thessu lika agaeta gamla husi sem vid buum i thann tima sem thau eru heima hja ser, og thau utvegudu okkur reyndar bil lika sem rumar okkur oll sex.
Vid vonum ad vid getum tengt islenska stafi vid bloggid sem fyrst erum ad vinna i thvi.
Þorsteinn
Lífstíll | Breytt 5.9.2007 kl. 05:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Living in America
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar