Færsluflokkur: Íþróttir
3.9.2007 | 05:22
Ruðningsboltavertíðin hafin
Fyrir leikinn stakk Camille upp á að við skiptum liði í fyrri hálfleik, þannig að við Jim myndum sitja saman í þeirra sætum svo Jim gæti útskýrt fyrir mér reglur leiksins á meðan þær María sætu í okkar sætum og gætu rætt um tísku og uppskriftir. Það var gríðarlega mikið að gerast hjá áhorfendum og hávaðinn í stuðningsmönnum Oregon Ducks var gríðarlegur, uppblásnir plastboltar og hálsfestar flugu manna á milli og það var hrópað og kallað. Það var þó frekar erfitt fyrir nýgræðinga eins og okkur að átta sig á því sem fram fór á vellinum og ætla ég ekki að reyna að útskýra leikinn enda skildist mér á mönnum sem þarna koma reglulega að þeir séu enn að læra (líklega sagt fyrir kurteisissakir). Þar sem við sátum beint fyrir ofan og býsna nálægt klappstýrunum snotru sem skemmtu áhorfendum með dansi og fjöllistum þurfum við (lesist ég) ekki að láta okkur leiðast. María naut þess að horfa á fótboltakappana og mig minnir jafnvel að hún hafi nefnt að ég þyrfti að fá mér svona búning.
Leikurinn endaði 48-27 fyrir Oregon Ducks gegn Huston Cougars (nema það hafi bæst við stig eftir að ég tók mynd af skjánum). Þetta var sérlega skemmtileg upplifun en hetja dagsins í mínum huga var litla prinsessan sem var í 5 tíma pössun og stóð sem með prýði.
Þorsteinn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Living in America
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar