Færsluflokkur: Matur og drykkur

Fólkið á götunni og hverfandi menning

Næsti áfangastaður okkar í ferðalaginu var borgin Portland í Oregon. Okkar fyrsta verk var að panta okkur gistingu og enn og aftur kom Lonely Planet að góðu gagni. Í  þetta skiptið gekk okkur öllu betur að finna mótelið, sem er vel staðsett nálægt miðbænum - nýuppgert, snyrtilegt og hreint.

Portland stendur við Willamette River, rétt eins og Eugene (þar sem við búum), hún er falleg, nýtískuleg borg. Við áttuðum okkur fljótlega á því að hér væri margt að skoða og ákváðum að dvelja tvær nætur. Við vorum bæði spennt að skoða OMSI (Oregon Museum of Science and Industry) og lögðum okkur því fram um að svæfa Hugrúnu Gyðu áður en haldið var þangað inn. Á safninu eru til sýnis plastaðir líkamar og líkamspartar. Þetta var ótrúleg upplifum og efni í heilan pistil alveg á næstunni. Um kvöldið snæddum við að veitingarstað sem flýtur á Willamette ánni. Við gengum um japanska garðinn en þó hann væri svo sem snotur þá var varla þess virði að greiða aðgangseyri þar, sé fyrir mér að garðurinn sé fallegri á vorin. Í framhaldinu önduðum við að okkur rósailmi í rósagarðinum en Hugrún Gyða er vön að sökkva sé ofan í blóm og í kjölfarið kemur hressandi ahh hljóð, sem vekur stundum kátínu viðstaddra. Í Portland er bókabúð á þremur hæðum sem við þræddum í leit að myndabók um Ísland en við fundum aðeins risastóra bók eftir útlendan

Í mat

höfund. Höfðum hugsað okkur að byrgja okkur upp af gjöfum. Það var átakanlegt að ganga um eldri hluta bæjarins þar sem neyðarhjálp fyrir heimilislaust fólk er til húsa. Þar þræddum við okkur í gengum hóp um 200 manns sem beið þess að staðurinn yrði opnaður, hvarvetna í kring voru bæli undir berum himni sem fólkið hélt til í. Þau eru misjöfn gæðin í þessum heimi.

Frá Portland ókum við austur með Colombia River, með Washington fylki handan árinnar. Við höfðum hugsað okkur að staldra við Multnomah fossa, sem eru næsthæstu fossar Ameríku, um 620 fet, en þar sem Hugrún Gyða svaf afar vært í bílstólnum sínum á þeirri stundu sem við vorum þar, létum við okkur nægja að sjá þá út um bílgluggann á bílastæðinu (roðn... ég veit að svona skoðar maður ekki hlutina.... það er bara heilög stund þegar Hugrún Gyða sefur í bílnum). Við stoppuðum í staðin í bæ sem heitir Hood River, skemmtilegum bæ sem stendur við ármót Hood River og Colombia River. Þar gengum við um götur, versluðum svolítið í kajakbúð bæjarins og fengum okkur dýrindis espresso .

Nú vorum við vel vakandi og tilbúin að fara að Mt. Hood (3.429 m), hæsta fjalli Oregon. Það var búið að benda okkur á að við yrðum að skoða Timberline Lodge, sem er risavaxinn skáli byggður á kreppuárunum 1936-1938. Skálinn er glæsilegur á nútímamælikvarða og er byggingarefnið timbur og grjót úr fjallinu. Skálinn er rekin sem hótel og við vorum heppin þar sem það var laust herbergi og fengum svona last minute díl. Snæddur var Vísundur og fashani á einum flottasta veitingastað sem við höfum farið á hér í landi, Cascade Dining Room í Timberline Logde. Verð þó að segja að ég hefði getað gefið góð ráð varðandi matreiðsluna á fashananum. Í Mt. Hood er skíðað árið um kring og það var hin undarlegasta sjón að sjá skíðafólk spranga um í skíðaskónum á funheitum sumardegi. Okkur var sagt að hingað kæmi fólk hvaðanæva að til að stunda skíðaíþróttina þegar snjólaust er annarsstaðar. Við veltum því fyrir okkur hvar í fjallinu fólkið skíðaði því snjórinn er þannig lagað ekkert svo ýkjamikill að okkar mati. En svo sáum við það, fullt af litlum punktum ofarlega í fjallinu, í snjóskafli sem kannski hefur 100 m á hvern kant! Eftir sundsprett og góðan svefn gengum við um hlíðar fjallsins nokkurn vegin laus við tré (ok sakna Íslands smá) Þarna var ákaflega fallegur gróður en einnig er mikið rof trúlega vegna snjóleysinga

Ókum í framhaldinu í gengum indíánaverndarsvæðið Warm Springs og stoppuðum í bænum. Indíánar hafa ákveðna sjálfstjórn innan verndarsvæðanna og þar eru í gildi sérstök lög. Okkur er t.d. aðeins heimilt að aka um aðalvegi innan svæðisins. Hér í nágrenninu er talað um að þeir komist upp með margt sem hvítir Ameríkanar komast ekki upp með. Ástandið í Warm Springs var ekki til að hrópa húrra fyrir allt mjög ósnyrtilegt, sorphirða í miklum ólestri og haugar af drasli við mörg hús. Stirðnaður hundur lág á hvolfi í göturennunni. Margar spurningar vöknuðu hér. Okkur virtist að fólkið þarna væri ekki til stórræðna. Kannski hefur ríkisstjórninni  tekist fullkomlega ætlunarverk sitt að brjóta niður allan mótþróa frá þessum ættbálkum með því að koma þeim fyrir í litlum hópum og meina þeim að tala móðurmál sitt með þeim afleiðingum að núlifandi kynslóðir eru í fæstum tilvikum talandi upprunalega móðurmálið. Við skoðuðum athyglisvert en sorglega rýrt safn um forna menningu indíana . Ég lík þessum pistli  með lauslegri þýðingu á texta úr safninu um villta uppskeru:  

„Náttúrulegar fæðuauðlindir voru svo ríkulegar og svo vel þekktar að landbúnaður var ónauðsynlegur. Gnægð af rótum, hnetum og fræjum og öðrum plöntum voru uppistaða í næringarríkum matseðli. Í höndum vefarans urðu plöntustönglar af sterklegum og fallegum körfum. Margar rætur og plöntur voru okkur mikilvæg lyf.

 


Sweet Cheeks og eldamennska

Ef ég segi eins og er, þá er Þorsteinn miklu betri kokkur en ég, tja... finnst allaveIMG_4443ga mikið skemmtilegra en mér að elda mat og hefur það meira í sér. Þegar ég elda þarf ég helst að fylgja uppskriftum mjög nákvæmlega á meðan hann eldar meistararétti úr því sem til er í kotinu. Hjá okkur hafa þess vegna þróast ákveðin verkskipting á heimilinu, Þorsteinn sér nær alfarið um matreiðsluna á meðan ég sé um þvottinn. Öðru skiptum við síðan bróðurlega með okkur. Það er því ekki laust við að hnútur myndaðist í maganum á mér í gær þegar kom í ljós að húsbóndinn var orðinn rúmliggjandi með tak í bakinu. Um hádegisbil var ég strax farin að sjá fyrir mér að um kvöldið yrði bara Cheerios í matinn enda gæti ég varla eldað mikið með Hugrúnu Gyðu alfarið í minni umsjón. Það varð því verulegur léttir þegar við áttuðum okkur á því að kvöldið áður hafði Þorsteinn eldað ríflega þannig að dugði í tvær máltíðir. Ég gat meira að segja virkjað Þorstein, sem annars hafði legið í stofusófanum allan daginn, til að hita matinn upp fyrir okkur í öðrum af tveimur örbylgjuofnunum sem eru meðal margra hluta í eldhúsinu hér á Tigertail Rd.

Í dag reyndi hins vegar á mig í eldhúsinu því við vorum á leið með þremur nágrannahjónum á vínekruna Sweet Cheeks, hér rétt við bæjarmörkin. Það kom auðvitað ekki til greina að sleppa því að fara þó Þorsteini væri illt í bakinu. Hann fékk bara fleiri verkjatöflur og nóg að víni að smakka á búgarðinum ;) Á Sweet Cheeks eru ræktaðar fjórar þrúgutegundir, Pinot Noir, Pinot Gris, Chardonnay og Riesling. Í um 30 ár voru berin seld í burtu til annarra vínframleiðenda, en fyrir þremur árum ákvað bóndinn að nú væri tími til kominn að hefja eigin framleiðslu undir heitinu Sweet Cheeks Winary. Þarna er vinsælt að halda brúðkaupsveislur og aðrar einkaveislur og svo er starfræktur vínklúbbur með ýmsum uppákomum. Á föstudögum er ókeypis vínsmökkun milli kl. 18-21 og boðið upp á lifandi tónlist. Í garðinum eru mörg borð fyrir gesti og fólk getur tekið með sér mat, keypt sér vínflösku og horft á sólsetrið á þessum verulega fallega stað með frábæru útsýni. Sem sagt, frábær "pic-nic" staður.

Í kvöld var sá hátturinn hafður á að við komum öll með einhvern mat og lögðum á borð fyrir alla. Þar sem Þorsteinn er enn frá í bakinu kom það í minn hlut að útbúa eitthvað á matarborðið. Ég get nú ekki sagt að ég hafi hrópað húrra af kæti, sérstaklega þegar sólin var búin að brjótast fram úr skýjunum aftur eftir rigningu gærdagsins. En.. ég vildi nú samt standa mig gagnvart þessum góðu nágrönnum. Grænmetisbaka skyldi það vera. Aldrei slíku vant fór ég ekki nákvæmlega eftir uppskrift heldur notaði það sem til var í ísskápnum. Og viti menn: mmmm... og yamm.... var það sem heyrðist upp við Sweet Cheeks í kvöld og í annað skipti á einni viku var ég margbeðin um uppskrift af réttinum sem ég eldaði (fyrra skiptið var fyrir kjúklingaréttinn sem ég eldaði fyrir afmælið hennar Hugrúnar Gyðu).

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að ég er ekki frá því að Þorsteinn sé betri í bakinu eftir heimsóknina á Sweet Cheeks!

Nóg að gera framundan. Í fyrramálið er það síðan sund með Theu, Jeff og Henry litla og Stacy, Mark og Otto litla. Á sunnudag síðan matarboð hjá Theu og Jeff með fólki sem þau unnu með á Nature Conservancy. Best að koma vel undirbúin í það!

María


I loftid

Thad kom tha ad thvi ad pabbinn og mamman i faedingarorlofi byrjudu ad blogga. Thad er buid ad standa til sidan i vor en vid aetlum ad vera dugleg ad upplysa ykkur um reynslu okkar her i borginni Eugene i fylkinu Oregon i USA. Vid fjolskyldan komum hingad 9. juli og hofum thangad til i dag buid i 100 ara gomlu husi, med sofa a verondinni sem haegt er ad rugga ser i. I svona husi eins og thid hafid sed i bio. I gardinum er alika gamalt valhnetutre sem teygir anga sina langt yfir husid og upp i hlidina med otal greinar sem hver um sig er eins og fullvaxid tre. I morgun tegar eg leit ut um gluggann var dadyr med kalfinn sinn ad plaga landeigandann med blomaati. I naestu andra hoppadi ikorni nidur ur tre.

'Astaeda thess ad vid erum her er ad eg, pabbinn, er i faedingarorlofi og vid akvadum ad verja theim tima i utlondum. Vid skiptum a husinu okkar og bil vid amerisk hjon. Thar sem vid munum dvelja lengur her i Eugene en amerisku hjonin a Islandi voru thau svo vinsamleg ad redda okkur thessu lika agaeta gamla husi sem vid buum i thann tima sem thau eru heima hja ser, og thau utvegudu okkur reyndar bil lika sem rumar okkur oll sex.

Vid vonum ad vid getum tengt islenska stafi vid bloggid sem fyrst erum ad vinna i thvi.

Þorsteinn

 

 

 

 

 


Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband