Sundferð

Það er óhætt að setja að sundmenning er með öðrum hætti hér en heima. Fjölskyldan skellti sér í sund í gær þar sem býsna heitt var í veðri. Í afgreiðslunni fengum við að vita að aðeins barnalaugin væri opin því það væru námskeið í öðrum laugum. Sundlaugin er opin í um trjá tíma á dag fyrir almenning. Við ákváðum samt að skella okkur inn og skoða aðstæður. Verðið var mjög sanngjarnt við borguðum 7,5 dollara aðgang fyrir alla fjölskylduna. Hugún Gyða þurfti að vera í margnota sundbleyju sem var keypt á staðnum. Við áttum tvo möguleika að fara öll saman í fjölskylduskiptiklefann eða í kynjaskiptaklefa sem við völdum. Búningsskáparnir voru á stærð við lítinn örbylgjuofn en kom ekki að sök þar sem allir voru léttklæddir. Engar geymslur fyrir handklæði þar sem fólk tekur þau með sér út á laugarsvæðið. Sundlaugin er mjög flott og alveg í stíl við íslenska útilaug og allt fullt af fólki. Barnalaugin reyndist ísköld og var Hugrún Gyða komin með bláar varir og farin að skjálfa eftir tíu mínútur. Við demdum okkur því í heita pottin en því miður þar var 15 ára aldurstakmark og við vorum rekin upp úr (ásamt öðrum óprúttnum sundlaugargestum með börn). Skelltum okkur því í sólbað (það fyrsta í ferðinni, þar sem aðstæður til sólbaða eru ekki víða). Kl. 19 var lauginni lokað þrátt fyrir glaðasólskyn, við nýttum okkur þó sólargeislana til hins ýtrasta og vorum síðust til að koma okkur heim. Við fréttum líka að lauginni er lokað 3. september þar sem þá er orðið of kalt í veðri.

Það er gaman að kynnast ólíkri menningu. En hvað sundmenningu varðar þá er ég bara nokkuð sáttur við okkar.

Þorsteinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð öll sömul, gaman að fá fylgjast með ykkur. Ykkur til fróðleiks get ég sagt ykkur að í Oklahoma urðum við að ganga í KFUM og K til að komast í almennilega sundlaug.

 Hér hefur enn ekki rignt mikið. Vorum að koma út gönguferð í Jökulsárgljúfrum, gestastofan þar er mjög flott.

Magnea I. Kristinsd (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband