Saturday Market

IMG_4130Laugardagsmarkaðurinn hér í Eugene á sér um 35 ára sögu. Þar koma saman listamenn frá Eugene og nágrenni til að selja vörur sínar, sem og ávaxti og grænmetisbændur sem bjóða til sölu nýjustu uppskeruna. Þarna er gaman að koma og skoða sig um og fá sér svo úrvals hádegismat þegar hungrið steðjar að. Við héldum því á markaðinn sl laugardag til að drekka í okkur stemninguna.

Markaðurinn hefur farið sístækkandi með árunum og er býsna stór í dag. Einkenni markaðsins eru hipparnir sem eru mjög áberandi, bæði seljendur og þeir sem heimsækja markaðinn. Á laugardaginn vorum við sérlega heppinn því þrælskemmtileg "reggie" hljómsveit hélt uppi stuðinu og kveikti á hreyfiþörf áheyrenda því mátti sjá hippa og annað fólk  á öllum aldrei sveifla sér í takt við tónlistina.

Frá torgi skammt frá barst taktfastur trommusláttur og þegar betur var að gáð var þar samankomið fólk með hljóðfærin sín hver sem þau nú voru - allt frá fiðlu, þverflautu, afrískum trommum niður í plastfötur og spiluðu eftir eyranu. Nokkrir dönsuðu sinn eigin dans sem átti vel við tónlistina.

Já, hippar eru algengir í Eugene, þeir eru alls staðar. Ekki bara á Laugardagsmarkaðnum. Enda er það víst staðreynd að í borginni eru samankomnir hvaðanæva að úbrunnir  hippar sem og þeir sem hafa tileinkað sér lífstílinn síðar. Svolítið gaman að þessu J

María


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband