Haldið í suður

IMG_4165Síðustu dagar eru búnir að vera viðburðarmiklir og hluti af dagskránni var að fara í fjallakofa sem Sam vinur Jims var búin að bjóða okkur afnot af. Gallinn var bara sá að handskrifaða kortið sem hann hafði eftirlátið okkur ásamt símanúmeri var glatað og því gátum við ekki látið manninn vita af komu okkur. Við fórum því upp á von og óvon. Vel gekk að finna staðinn eftir um tveggja tíma akstur. Sam var að búa sig undir að fara þegar við komum en hann tók okkur fagnandi afhenti lykla og sýndi okkur hvar allt var svo var hann rokinn. Strákarnir voru í skýjunum því þeir fengu afnot af sitt hvoru fjórhjólinu og þar sem landareignin liggur að þjóðarskóginum þá þurftu þeir ekki að hafa áhyggjur af varðhundum né skotglöðum landeigendum.

Sumardvalarstaður  hjónanna Sams og Cyndyar bar með sér merki um fáséða snyrtimennsku sama hvar litið svo við áttum ekki orð. Bústaðurinn var með svolítið spes þema en hvarvetna mátti sjá myndir af léttklæddum konum í undirfötum liðinna tíma. Við héldum inn í skóginn þar sem við María vorum bitin af risa maurum. Ég hefndi mín grimmilega í kvöld þegar ég sá risamaur (1 sm) á eldhúsgólfinu og skolaði honum niður í kvörnina í vaskinum. Annars er ég undantekningarlaust góður við dýr. 

Stóri plúsinn við að fá sumarbústaðinn í skóginum var að þaðan er örstutt að fara í þjóðgarðinn Crater Lake (stofnaður 1902) sem er ein mesta náttúruperla Oregon og þangað héldum við í kjölfarið. Það er ekki orðum aukið að vatnið sem er í um 7000 ára gamalli öskju, er stórkostlegt. Ég varð þó fyrir miklum vonbrigðum með hvað er búið að gera aðgengið að vatninu gott. Malbikaður vegur er kringum allt vatnið með þrjátíu útsýnisstöðum yfir vatnið. Einnig er öll þjónusta til staðar við vatnið sem og minjagripasala og gistiaðstaða. Þetta kom á óvart því ég hélt að Kaninn væri svo framarlega í náttúruvernd af því að þeir fóru fyrstir á stað. Það var ekki fyrr en við gengum upp á eitt fjallið við vatnið að ég náði að njóta þess fyllilega að vera á þessum magnaða stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband