9.8.2007 | 06:22
Tómarúm
Stóru börnin okkar og Guðrún systir sem er búin að vera með okkur í tíu daga fóru heim í dag. Við hjónin erum með hálfgerð fráhvarfseinkenni því það er svo mikil þögn í húsinu og tómarúmið umkringir okkur. Ekki laust við að tára verði vart því söknuðurinn er mikill enda eigum við ekki eftir að hitta gormana okkar í tvo mánuði. Ég kveikti meira að segja á sjónvarpinu í fyrsta skipti áðan til að slá aðeins á þögnina. Fórum í Fred Meyer og ég keypti Levi´s gallabuxur á 1200 kall en litla músin mín missti úr dúr og var ekki á því að pabbi sinn ætti að kaupa fleiri. Fékk mér líka klippingu, þar fauk 1000 kall, en ég sinnti landkynningu af miklum móð á meðan og laug pínu því ég sagði að Íslendingar væru ekki heiðnir heldur tryðu þeir allir á guð.
Þorsteinn
Um bloggið
Living in America
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er greinilegt að þið hafið nóg að gera! En nú er vonandi komið nóg af "veseni" með bílinn ykkar góða hér upp á Íslandi :) Krossum fingur og vonum það besta.
kv. Gurra
Gurra (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 09:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.