Skuggalegur maður

IMG_3870Við fengum lánaða skokkkerru fyrir Hugrúnu Gyðu um daginn, svona með þremur stórum uppblásnum dekkjum, og ég ákvað að nota tækifærið og skreppa í göngutúr meðan aðrir fjölskyldumeðlimir voru ekki heima. Um leið og komið er úr íbúðarbyggðinni sleppir gangstéttinni og maður verður að ganga á móti umferðinni. Þar sem ég var staddur í talsverðri umferð sé ég að skuggalegur maður kemur gangandi á móti mér. Maðurinn var alskeggjaður í frekar luralegum fötum og virkaði á mig eins og hann væri líklegur til alls. Þarna gengum við hver á móti öðrum og horfðumst í augu. Mér stökk ekki bros á vör og fann svitann sprett út á bakinu. Við myndum mætast innan skamms og vegna umferðarinnar var svigrúmið ekki mikið. Þegar um fimm metrar voru í slánann kallaði hann til mín. „Hey pal, this is a pretty cool stroller you have there.“ Ég svaraði að bragði: „Yeh it´s a good one“  Í því var kappinn haldinn sína leið.  Ég hef komist að því síðar að maður hittir ekki fólk á förum vegi öðru vísi en að hafa samskipti, þrátt fyrir nokkrar tilraunir hefur mér ekki tekist að vera fyrri til.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband