Sólskynsdagar

Það er óhætt að segja að veðrið hafi leikið við okkur undanfarna daga og höfum við notið veðurblíðunnar í hvívetna. Fyrstu dagana eftir að krakkarnir fóru heim tókum við reyndar rólega, enda hálfgert sjokk að vera allt í einu í hljóðlátu og hálftómu húsinu. Eftir afmælisveisluna hennar Hugrúnar Gyðu höfum við hins vegar sett í okkur dálítinn kraft og farið eitthvað á hverjum degi, þ.e.a.s. lengra en út í heita pott.

Ég held að nágrannakonunni, henni Beth, finnist við svolítið skrítin. Við tökum daginn nefnilega frekar seint og erum gjarnan úti á heitasta tíma dagsins sem er um fimm síðdegis. Í gær mætti hún okkur einmitt á þeim tíma í skokkfötunum, með Hugrúnu Gyðu í joggernum, á leiðinni út að hlaupa - sem vel á minnst er ekkert grín í þessu hverfi því hér kemstu ekkert í burtu nema fara niður brattar brekkur sem þýðir að þú þarft að fara þær upp aftur! Við lögðum af stað létt á fæti og komum til baka klukkutíma síðar, með þunga fætur og salt bragð í munni. Svakalega ánægð með okkur.

Í dag fórum við á skemmtilegt svæði, eitt af mikilvægum fuglasvæðum í Oregon. Votlendissvæðið Fern Ridge Reservoir. Þar gengum við um meðal alls konar fugla og froskarnir kvökuðu og stukku út í polla sína þegar við gengum framhjá. Á bakaleiðinni mættum við gráhærðum manni með yfirvaraskegg og síða fléttu í hárinu. Við tókum tal saman og í ljós kom að hann er líffræðingur eins og við. Hann gat frætt okkur um ýmislegt varðandi lífríki svæðisins og benti okkur jafnframt á fleiri staði sem gaman er fyrir líffræðinga að skoða.

Daginn enduðum við svo á öðrum stað við sama vatn, við bátahöfnina. Þar er fínasta aðstaða til sólbaða og sundferða og skellti Þorsteinn sér til sunds í vatninu. Hugrún Gyða er hins vegar sannkölluð dama og lyfti fótunum eins hátt og hún gat þegar ég ætlaði að leyfa henni að vaða í vatninu. Henni finnst betra að vera í heita pottinum hér heima, þar æfir hún dýfurnar sínar af kappi og hefur mikið gaman af.

Næstu dagana á að vera áframhaldandi sól og við erum með ýmislegt á prjónunum til að njóta blíðunnar. Segjum ykkur frá því síðar.

María


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ. Var að koma heim úr sveitinni, þar sem við höfum sl. hálfan mánuð hamast við að smíða sumarhús. Grindin er komin upp, verður gert fokhelt fyrir veturinn.  Gaman að sjá hvað þið hafið það gott úti í Ameríkunni.  Ég hitti mömmu þína í Bónus áðan, María, ekki laust við að hún sakni ykkar, heyrist mér.  Fylgist með ykkur áfram, kær kv. Maja.

ps Kemurðu ekki inn á MSN öðruhvoru?

Maja (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband