Sweet Cheeks og eldamennska

Ef ég segi eins og er, þá er Þorsteinn miklu betri kokkur en ég, tja... finnst allaveIMG_4443ga mikið skemmtilegra en mér að elda mat og hefur það meira í sér. Þegar ég elda þarf ég helst að fylgja uppskriftum mjög nákvæmlega á meðan hann eldar meistararétti úr því sem til er í kotinu. Hjá okkur hafa þess vegna þróast ákveðin verkskipting á heimilinu, Þorsteinn sér nær alfarið um matreiðsluna á meðan ég sé um þvottinn. Öðru skiptum við síðan bróðurlega með okkur. Það er því ekki laust við að hnútur myndaðist í maganum á mér í gær þegar kom í ljós að húsbóndinn var orðinn rúmliggjandi með tak í bakinu. Um hádegisbil var ég strax farin að sjá fyrir mér að um kvöldið yrði bara Cheerios í matinn enda gæti ég varla eldað mikið með Hugrúnu Gyðu alfarið í minni umsjón. Það varð því verulegur léttir þegar við áttuðum okkur á því að kvöldið áður hafði Þorsteinn eldað ríflega þannig að dugði í tvær máltíðir. Ég gat meira að segja virkjað Þorstein, sem annars hafði legið í stofusófanum allan daginn, til að hita matinn upp fyrir okkur í öðrum af tveimur örbylgjuofnunum sem eru meðal margra hluta í eldhúsinu hér á Tigertail Rd.

Í dag reyndi hins vegar á mig í eldhúsinu því við vorum á leið með þremur nágrannahjónum á vínekruna Sweet Cheeks, hér rétt við bæjarmörkin. Það kom auðvitað ekki til greina að sleppa því að fara þó Þorsteini væri illt í bakinu. Hann fékk bara fleiri verkjatöflur og nóg að víni að smakka á búgarðinum ;) Á Sweet Cheeks eru ræktaðar fjórar þrúgutegundir, Pinot Noir, Pinot Gris, Chardonnay og Riesling. Í um 30 ár voru berin seld í burtu til annarra vínframleiðenda, en fyrir þremur árum ákvað bóndinn að nú væri tími til kominn að hefja eigin framleiðslu undir heitinu Sweet Cheeks Winary. Þarna er vinsælt að halda brúðkaupsveislur og aðrar einkaveislur og svo er starfræktur vínklúbbur með ýmsum uppákomum. Á föstudögum er ókeypis vínsmökkun milli kl. 18-21 og boðið upp á lifandi tónlist. Í garðinum eru mörg borð fyrir gesti og fólk getur tekið með sér mat, keypt sér vínflösku og horft á sólsetrið á þessum verulega fallega stað með frábæru útsýni. Sem sagt, frábær "pic-nic" staður.

Í kvöld var sá hátturinn hafður á að við komum öll með einhvern mat og lögðum á borð fyrir alla. Þar sem Þorsteinn er enn frá í bakinu kom það í minn hlut að útbúa eitthvað á matarborðið. Ég get nú ekki sagt að ég hafi hrópað húrra af kæti, sérstaklega þegar sólin var búin að brjótast fram úr skýjunum aftur eftir rigningu gærdagsins. En.. ég vildi nú samt standa mig gagnvart þessum góðu nágrönnum. Grænmetisbaka skyldi það vera. Aldrei slíku vant fór ég ekki nákvæmlega eftir uppskrift heldur notaði það sem til var í ísskápnum. Og viti menn: mmmm... og yamm.... var það sem heyrðist upp við Sweet Cheeks í kvöld og í annað skipti á einni viku var ég margbeðin um uppskrift af réttinum sem ég eldaði (fyrra skiptið var fyrir kjúklingaréttinn sem ég eldaði fyrir afmælið hennar Hugrúnar Gyðu).

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að ég er ekki frá því að Þorsteinn sé betri í bakinu eftir heimsóknina á Sweet Cheeks!

Nóg að gera framundan. Í fyrramálið er það síðan sund með Theu, Jeff og Henry litla og Stacy, Mark og Otto litla. Á sunnudag síðan matarboð hjá Theu og Jeff með fólki sem þau unnu með á Nature Conservancy. Best að koma vel undirbúin í það!

María


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bý við það sama og Þorsteinn - eigandi maka sem "eldar ekki!" :) En á móti sér Einar um þvottana hér á þessu heimili - ágæt skipti það :)

 kv. gurra

Gurra (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband