Lane County Fair

DSC00026Ekki varð úr sundferð í dag þar sem laugin var einungis opin fyrir "lap swim"en þá getur maður synt fram og til baka í stóru lauginni. Ég notaði þó tækifærið og spurði starfskonuna af hverju heitipotturinn væri lokaður fyrir yngri en 15 ára. „Það er af heilsufarsástæðum svaraði starfskonan, börn geta ofhitnað ef þau eru of lengi í pottinum".

Við gengum að bílnum og horfðum yfir hálfmannlaust sundlaugarsvæðið, tómar barnalaugarnar og hristum hausinn. Eina sem okkur datt í hug er, að verið sé að spara starfsfólk því við 50 m laug hér standa 6 laugarverðir með kút í fanginu tilbúnir til að fyrirbyggja slys.

Við ákváðum í staðin að halda á sýsluhátíðina en árlega er haldinn mikil hátíð í Lane sýslu sem kallast Lane County Fair. Thea fræddi okkur um að það eru reknir krakkaklúbbar um alla Ameríku þar sem börnum er kennt að umgangast dýr, elda, sauma og ýmislegt nytsamlegt. Á hátíð sem þessari koma börnin svo með dýrin sem þau hafa alið og fá þau metin til verðlauna. Þarna mátti skoða heilan skála af húsdýrum, fuglum og ferfætlingum.

Á staðnum var hægt að kaupa sér fjölbreytilegan skyndibita en Thea og Jeff voru forsjál og komu með nesti. Við María svældum í okkur grískum hveitikökum með gumsi. En hveitikakan snéri sér við í maganum á mér þegar í horfði á teygjustökkstólinn skjótast upp í loft með fólk á hvolfi. Ég vonaði þeirra vegna að það væri ekki með gríska hveitiköku í maganum.

Við María röltum þarna á milli meðan Hugrún Gyða fékk sér lúr og kynntum okkar nokkra bása sem margir hverjir buðu uppá einhverja skyndilausnir fyrir heilsuna. Í einum bás var búið að tengja nokkra hausa við tölvu, mynd af heila birtist á skjánum og svo fékk fólk upplýsingar um hvað það var stressað. Þarna voru frambjóðendur með  bása og buðu upp á nammi. Lögregla og slökkvilið kynntu sýna starfsemi, hægt var að kaupa ýmiskonar handverk, fjárfesta, kaupa sér líftryggingu og myndir af fossum sem hreyfðust. Hægt var að velja milli fjölda tívolítækja en við dvöldum lengst við í tjaldi sem bauð upp á slavneska tónlist en við forðuðum við okkur þegar Skandinavíski danshópurinn mætti.

Í öðrum bás var okkur boðið að ganga í herinn. Herinn hefur uppá ýmislegt að bjóða, s.s. ókeypis menntun. Allt um það á http://www.goarmy.com/. Þetta minnir mig á áritun sem ég sá á hippa á laugardagsmarkaðinum. „War...that´s how Americans learn geography."

Hugrún Gyða mótmælti háfstöfum bílferðinni heim og var aldeilis ekki á því að leyfa foreldrunum að kaupa í matinn. Daman litla róaðist þó tímabundið þegar mamma hennar sótti innkaupakerru með gulum bíl sem hún gat keyrt á milli rekkanna.

Eldaður var „black cod" sem kom í ljós að er aldeilis ólíkur okkar íslenska þorski en bragðast þó vel í fiskisúpu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband