Mín misstök okkar heppni.

IMG_4627Helgarferðin okkar tókst það vel að hún varð að 5 daga skemmtilegu ferðalagi. Við héldum af stað frá Eugene á föstudagsmorgni, ókum sem leið lá að Silver Falls sem er samheiti yfir 10 snotra fossa austan við borgina Salem. Við gengum hringleið sem að hluta til er malbikuð og liggur bak við tvo fossana, síðan meðfram ánni og um fallegan hlynskóg. Við nutum dagsins á þessum fallega stað og það var sérlega gaman að fylgjast með Hugrúnu Gyðu sem fékk að ganga síðustu metrana í skóginum í nýju Puma skónum sínum, sem henni þykir afskaplega vænt um. Þegar hún vill fá sér göngutúr í skónum sínum segir hún "labba", sem þýðir s.s. að labba í skónum en ekki berfætt.

 

Til að lenda ekki í því að leita að gistingu í myrkri ákváðum við hjónin að vera forsjál og panta gistingu við Salem að ráðleggingu „Lonely planet" bókar sem við höfum undir höndum. Það kostaði reyndar meiri akstur en okkur hefði órað fyrir því ég fór blaðsíðuvillt í handbókinni! Mótelið okkar átti að vera staðsett við gömlu þjóðleiðina til Portland en sama hve langt við keyrðum þá fundum við ekki mótelið. Við ákváðum sem betur fer að snúa ekki við til að leita betur, heldur hringja og afpanta gistinguna og finna eitthvað annað í staðin. Viðmælandinn á mótelinu talaði litla ensku og við höfðum þetta því einfalt: "Maria is not coming" og svarið var "ok, ok, Maria not coming".

 

Fyrr en varði var skollið á svartamyrkur og við vorum lent í aðstæðum sem við vildum ekki vera í, sérstaklega ekki þegar við vorum búin að eyða þremur klukkustundum í að leita að gistingu en allsstaðar fullt og okkur sagt að hvergi væri herbergi að fá alla leiðina til Portland. Á síðasta staðnum var okkur þó bent á að kíkja yfir götuna því þar væri lítið mótel. Okkur fannst nafnið kunnuglegt og viti menn... jú þetta var þá sama mótelið og við töldum að væri við Salem. Við bönkuðum á dyrnar og jú, María átti pantað herbergi þarna þökk sé lélegri enskukunnáttu eða einhverjum misskilningi. Við þurftum því ekki að keyra lengur þessa nótt. Mótelið var á sínum stað það munaði bara þriggja tíma akstri og einni opnu í Lonely planet.

Þorsteinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lán í óláni,hm.  Minnir svolítið á aðra sögu, þar sem María nokkur er aðalpersónan, sú saga endaði reyndar með gistingu í fjárhúsi....

Maja (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 12:12

2 identicon

Þið eruð svo skemmtilega "lige glad" eins og sagt er :)

Frábær saga engu að síður.

Góða helgi

Gurra

Gurra (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 09:37

3 identicon

Hæhæ gaman að fylgjast með ykkur. Gangi ykkur vel með allt saman.

 Bestu kveðjur Sóley

Sóley (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband