9.9.2007 | 05:45
Nýjar tennur og hættuleg skordýr
Þessi skemmtilegheit urðu þó ekki til að koma í veg fyrir að við skelltum okkur á hafnarboltaleik með Jim og Camille. Það er miklu minna umstang í kringum hafnarboltann hér í Eugene heldur en ameríska fótboltann. Leikurinn var haldinn á hverfisvelli hér í nágrenninu og þetta var bara nokkuð kósí stemmning þar sem heimaliðið beið ósigur fyrir gestunum frá Salem.
Þar sem Hugrún Gyða vakanði frísk í morgun eftir erfiða nótt þá ákváðum við að fara í bæinn því nú er yfirstandandi svoköllluð Eugene hátíð sem á sér 25 ára langa hefð og byrjar með skrúðgöngu sem ótrúlega mikið er lagt í þar sem eru síðan krýnd snígladrottning. Í rauninni er hér á ferðinni útvíkkun á laugardagsmarkaðinum nema að maður borgar sig inn. Til viðbótar eru mörg tónlistaratriði og kvikmyndir sem hægt er að sækja en við létum duga að hlusta á eina grúbbu. Svo litum við líka við á laugardagsmarkaðinum og horfðum á magadans. Við erum búin að vera hér það lengi að við erum farin að þekkja fólk þegar við förum í bæinn. að þessu sinni hittum við Theu og Jeff og borðuðum með þeim hádegismat.
Annars eru breytingar hjá okkur í vændum því við erum að flytja út úr gamla húsinu á Gimpl Hill á morgun sunnudag og munum ekki koma til baka. Þetta kom mjög snögglega uppá en meira um það í næstu bloggfærslu.
Tatata tamm.
Þorsteinn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 06:36 | Facebook
Um bloggið
Living in America
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.