Afi skal hann heita

Til að vita hvað við ættum helst að skoða hér í Santa Cruz fórum við á upplýsingaskrifstofu ferðamanna. Eitt af því sem var nefnt er Beach Boardwalk. Þangað fórum við í dag. Ég var búin að sjá fyrir mér timburpalla meðfram ströndinni en ónei, þarna er um að ræða nokkuð stóran skemmtigarð, svona hálfgert tívolí með ótal rússíbönum, hringekjum, Casino o.fl. og auðvitað endalausum sjoppum þar sem hægt er að kaupa popp, franskar, ís, sleikjó og alls konar óhollt góðgæti. Vel að merkja, þessi staður á sér hundrað ára sögu einmitt á þessu ári! Reyndar er kominn september og mesti túristatíminn búinn þannig að það voru ekki svo margir þarna í dag og öll tæki lokuð, en það er vel hægt að ímynda sér hvernig mannlífið blómstrar þarna á góðum degi.

Eftir göngutúrinn um skemmtigarðinn ákváðum við að skoða miðbæinn sem er nokkuð huggulegur með ótal kaffihúsum þar sem hægt er að sitja úti. Við ákváðum að fá okkur bita á einum staðnum en sátum reyndar inni því það var frekar kalt í dag, reyndar heiðskýrt en hífandi rok þannig að hárið á mér er eins og gaddavír eftir blásturinn.

Annars verð ég að nefna eitt sem stemmir ekki alveg, þetta með þegar Þorsteinn var beðinn um að sýna skilríki í Safeway. Hún Hugrún Gyða er nefnilega búin að meta það svo að Þorsteinn skuli kallast "Afa"!!

Bestu kveðjur af bókasafninu í Scotts Valley,

María


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegt að lesa um ferðalagið suður á bóginn. Já og Þorsteinn minn ég veit ekki alveg hvort ég hefði tekið þessu sem "komplímenti" :) Beðin um skylríki maðurinn kominn á fimmtugsaldurinn - en það er vel hægt að hafa gaman af þessu :)

Nú og svo er það þetta um hversu almennilegir Ameríkanarnir eru - þá er þetta líka mín reynsla. Á sérstaklega við um þá sem búa "út á landi" - síður um þá sem búa í stórborgunum.

Breytir því ekki að Ameríka er afar stórbrotið land og skemmtilegt að vera þar...gæti samt held ég aldrei búið þar í mörg ár!

Haldið áfram að hafa það gaman og njóta.

Sjáumst í næsta mánuði :)

Gurran

Gurra (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 21:37

2 identicon

Hæ María, Þorsteinn og Hugrún Gyða!

Mér finnst alveg rosalega gaman að lesa um ævintýrin ykkar í útlöndum! Fylgist spennt með hverri færslu! Þið segið líka svo vel frá!

Kærar kveðjur,
Ingileif.

Ingileif Gisladottir (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband