16.9.2007 | 22:52
Haltu þig fjarri
Það kemur á óvart hvað það eru mikil spænsk áhrif hér í Kaliforníu en þau má sjá á byggingarlist og einnig eru fjölmörg örnefni á spænsku sbr. Santa Cruz og San Jose. Flest fólk í Oregon er hvítt meðan hér í Kaliforníu er allur litaskalinn. Þó svo að fólk hér sé mjög vinalegt þá upplifum við það svo að fólk í Oregon sé opnara og enn vingjarnlegra þar sem nánast allir heilsa okkur úti á götu og spjalla af engu tilefni. En aftur á móti er aðeins farið að hausta í Oregon meðan hér erum við að ganga inn í sumarið því september og október eru hér heitustu mánuðir ársins að okkur er sagt. Næturnar eru þó ískaldar hér við ströndina þannig að við höfum nú gefist upp og hitum húsið yfir nóttina svo við þurfum ekki að vakna skjálfandi. Þetta er alveg afstætt því við myndum ekki þurfa að keyra í nema 3 tíma inn í landið til að komast í 35 stiga hita. Það er óhætt að segja að fjölbreyttur gróður og landslag hafi orðið á vegi okkar hér í Kaliforníu og við erum að sjá trópískar tegundir sem ekki vaxa í Oregon. Það á reyndar líka við um dýralífið og erum við t.d. komin á slóðir svörtu ekkjunnar. Ég man í sjálfu sér ekki eftir að hafa verð sérstaklega hræddur við skordýr eða snáka en eftir að hafa bæði verið bitinn af maurum og stunginn af geitungum verð ég að viðurkenna að í þessu frjálsa landi eru ákveðin svæði sem eru ekki ætluð mér. Þannig geng ég ekki svo um grasflötina öðruvísi en að snákaskanna hana fyrst. Svo fær gangstéttin við hliðina á blóminu þar sem geitungarnir vinna á daginn alveg frí. Það er verra með köngulærnar því hér eitrar fólk almennt ekki fyrir dýrum eins og heima og því er það daglegt brauð að ganga inn í köngulóarvefi þrátt fyrir að ferðir mínar hafi hingað til takmarkast af manngerðum stígum og götum. Önnur svæði sem eru okkur alveg fráboðin eru einkalóðir. Í Ameríku er allt fullt af þeim og þar með eru heilu landsvæðin lokuð almenningi því hér er almannaréttur á frekar lágu stigi miðað við á Íslandi. Ef það er ekki dýrvitlaus hundur sem passar upp á eignina þá má búast við vopnuðum eigandanum ef maður vogar sér inn á þessi svæði. Þetta finnst mér stór galli í annars ágætu landi verandi vanur að vappa þangað sem nefið snýr heima á Íslandi. Þorsteinn
Um bloggið
Living in America
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.