8.10.2007 | 12:01
Heima er bezt
Það er ekki ónýtt að lenda á klakanum í svona miklu blíðskaparveðri og faðma landið að sér. Draga að sér frískandi loftið og finna orkuna streyma um líkamann sem er svo mögnuð að þó ég hefi misst úr svefn eina nótt líður mér eins og ég sé nývaknaður. Flugið gekk mjög vel og tók fljótt af. Litli unginn svaf mestann hluta ferðarinnar en vildi þó ekki taka annað í mál en að mamma héldi á sér megnið af leiðinni. Hugsa sér fimm tímar og maður er kominn heim. Það er alltaf jafn skrítið.
Það er verulega gaman að fylgjast með Hugrúnu Gyðu skoða nýja (gamla) dótið sitt og hún hefur í nógu að snúast að rifja upp gömul kynni við húsið og dýrin. Við höfum það sterklega á tilfinningunni að hún átti sig á því að hún sé kominn heim. Tímamunurinn gerir það að verkum að hún ætlar að sofa til hádegis og ekki ónýtt að fá smá frí í fæðingarorlofinu.
Svo viðrumst við ætla að hafa nóg að gera á næstunni, nágrannakonan okkar sem ætlaði að passa fyrir okkur þurfti að fara til Mexikó þar sem pabbi hennar er alvarlega veikur. Uppþvottavélin tekur ekki sápuna. María er búin að fá tilboð um nýja vinnu og þakið lekur. Halló hversdagsleiki langt síðan við höfum hist. Ég ætla nú samt bara að anda djúp og njóta þess að vera í fæðingarorlofi því ég byrja ekki að vinna fyrr en 1. nóvember, best að vekja krílið og fara að gefa öndunum brauð.
Þorsteinn
Um bloggið
Living in America
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.