Endurvinnsla

IMG_0845Það fer um mig í hvert einasta skipti sem ég hendi umbúðum í ruslið. Mér blöskrar það við skulum nýta auðlyndir jarðar með þessum hætti í þeim tilgangi einum að henda þeim í ruslið. Samt er ég alveg óskaplega ginkeyptur fyrir fallegum umbúðum. Til að mynda keypti ég bjór í náttúruvöruverslun í Feldon bara af því að hann var í svo svakalega fallegum umbúðum sem kom á daginn að voru úr hnausþykku áli. Ég hrökk líka við þegar María las á umbúðirnar að þarna væri á ferðinni bjór frá elsta framleiðanda bjórs í Japan. Það urðu sem sagt talsverð neikvæð umhverfisáhrif af þessum innkaupum en mér til nokkurrar gleði var bjórinn þó ekki fluttur með flugi frá Japan heldur bruggaður með sérlegu leyfi í Kanada. Annars er ég að vona að þessi skissa verði leiðrétt með endurvinnslu.

Það er ákveðinn galli við að skipta oft um heimili því það eru mismunandi kröfur gerðar um endurvinnslu úrgangs á hverjum stað þar sem við höfum dvalið og þessi athöfn getur verið flókin. Sumarið hjá okkur hófst jú í bæversku Ölpunum þar sem farið er út með ruslapokann og týnt úr honum í tólf tunnur og dagurinn var hálfnaður að því loknu. Á móti kemur að maður var með mjög góða samvisku að eftir heila viku varð aðeins lítill poki sem í raun gat kallast rusl..

Þar sem við höfum dvalið Í Oregon og Kaliforníu er lífrænn úrgangur settur í sorpkvörn í vaskinum og þar með er ekkert vesen í sambandi við flugur og lykt. Það er samt merkilegt að þessi búnaður skuli vera leyfður í Kaliforníu þar sem hér er mikill vatnsskortur en það þarf að láta renna slatta af vatni meðan verið er að hakka þetta niður og svo er gumsið flutt með vatni á leiðarenda. Á Íslandi eru svona sorpkvarnir nokkuð vinsælar enda alveg rakið fyrir kaupandann að koma kostnaðinum af lífrænu „sorphirðunni alveg yfir á sveitarfélagið" Sveitarfélagið situr síðan uppi með kostnaðinn, sem auðvitað er mun hærri þegar þessu er fargað með þessum hætti.

Í Oregon eru fimm sorptunnur, ein fyrir óflokkað rusl, önnur fyrir allt sem hægt er að endurvinna, þ.m.t. umbúðir og málma og plast, síðan er garðaúrgagnstunna og spilliefnatunna. Þetta er sem sagt nokkuð góð frammistaða. Fólk þarf svo sjálft að trilla tunnunum út á götu daginn sem sorphirðubíllinn kemur og eins gott að gleyma því ekki því þá situr fólk bara uppi með sorpið. Það var bara einn starfsmaður á sorphirðubílnum í Oregon og sá keyrir á milli tunnanna og lyftir þeim upp í bílinn og svo koll af kolli.

Ég er þeirrar skoðunar að Íslensk stjórnvöld eigi að krefjast meiri flokkunar á úrgangi á heimilunum hvort sem við förum að dæmi þjóðverja eða bandaríkjamanna. Ef það er ekki hagkvæmt þá þarf að breyta verðlagningu með sköttum þannig að það verði hagkvæmt. Það verður spennandi að sjá hvaða leið verður valin í svæðisáætlunum sveitarfélaga sem nú er í smíðum.

Ekki orð um það meir ég hljóma örugglega eins og ég sé byrjaður í vinnunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti ekki verið meira sammála þér - við hér á Íslandi þurfum að spíta aðeins í lófana. Ég ákvað að með tilkomu barnanna minna myndi ég taka mig á og gera amk tilraun til að vera góð fyrirmynd í endurvinnslumálum. Við Einar erum því með tunnu frá Gámaþjónustunni sem tæmd er einu sinni í mánuði - og það sem meira er...allt húsfélagið tekur þátt í þessu :) Við nýtum því tunnurnar frá bænum max 30% af því sem við gerðum...búin að stúdera þetta í rúmlega þrjú ár...ok, ég hef ekki viktar...notað augað :) En mesta þversögnin í þessu öllu er sú að þrátt fyrir að sex íbúða húsið noti núna bara tvær tunnur á viku í stað sex þá borgum við ekkert minna í sorphirðunargjald!!! Við hinsvegar borgum cr. 900kr á mánuði fyrir hverja endurvinnslutunnu - sem í dag eru þrjár og duga ekki til! Ef allir tæki alveg 100% þátt í þessu í húsinu (það kemur) þá þyrftum við amk þá fjórðu ef ekki þá fimmtu...og um leið myndi fækka þessum gráu. - En að Kópavogsbær með þessa fínu umhverfisstefnu og Staðardagskrá komi til móts við bæjarbúa í umhvefismálum er eitthvað sem ég held að við getum aldrei átt von á, því miður!

Kv. Gurran :)

PS: En sem betur fer koma þeir frá Gámaþjónustunni alveg upp að húsi hjá mér og ná í tunnurnar...æ, ég er ekki viss um að ég myndi alltaf muna eftir að fara með þær út á götu :)

Gurra (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 09:01

2 Smámynd: María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Þetta er alveg til fyrirmyndar hjá ykkur Gurra og mig grunar að fullt af fólki sé tilbúið að greiða fyrir að sorpið fari rétta leið. Ég tel reyndar að það eigi að rukka rétt verð fyrir sorphiðu þannig að íbúar þessa lands borgi raunverulegan kostnað rétt eins og það borgar rétt verð fyrir það sem myndar sorpið síðar. Þannig yrðu til meiri peningar til að gera eitthvað skynsamlegra en að urða sorpið.

Takk fyrir gott innlegg og ég vona svo sannarlega að sveitarfélagið okkar taki sig á í þessum málum.

Þorsteinn

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason, 19.10.2007 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband