23.10.2007 | 23:19
Fæðingarorlofið hafið
Heimsóttum dagmömmur í Kópavogi í gær og vorum full bjartsýni að lífið yrði einfaldara. Það kom á daginn að þeim leist bara ekkert á barnið og við kvöddum með hraði. Þær vildu ekki barn með mjólkurofnæmi blessaðar konurnar í Löngubrekkunni. Öll börnin áttu að fá sama mat því það yrði svo erfitt fyrir barnið að fá eitthvað annað.
Við heimsóttum því næst tvær dagmæður í Mosfellsbæ sem okkur vel ljómandi vel á á. Önnur varð þó fyrir valinu og er sú staðsett skamt frá vinnunni minni. Þarna er góð útiaðstaða, nóg að dóti og hundur og köttur á heimilinu, eitthvað fyrir dýrakellinguna mína. Hugrún Gyða byrjar því í aðlögun á fimmtudaginn.
Annars var fyrsti dagurinn minn í raunverulegu fæðingarorlofi í dag því María fór í vinnuna. Það var afar notalegt að stússast með krílinu en ekki hægt að segja að ég hafi komið nokkru öðru í verk (setti þó í þvottavél en náði ekki að setja hana á stað). Við fórum reyndar saman með jeppan á verkstæði í bilanatékk því það ríkur svo miðið aftan úr honum þegar hann er kaldur síðan gert var við túrbinuna. Fengum okkur góðan göngutúr í rigningunni og rokinu á Geirsnesi. Ekki fundu þeir neitt út úr því hvað amar að bílnum og vildu halda honum til morguns. Því fengum við far heim með skutlunni; hundurinn, barnið og ég.
Um það leiti sem María kom úr vinnu var Hugrún Gyða kominn með 39 stiga hita og var hin slappasta. Ekki byrjaði þetta vel, það er vonandi að hún sofi þetta úr sér.
Um bloggið
Living in America
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
rambaði inn óvart en hafði talsvert gaman að kirkjugarðamyndunum, þ.e.a.s. ef maður má orða það þannig
Ragnheiður , 23.10.2007 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.