25.10.2007 | 00:15
Flóttamannabúðir fyrir höfuðborgarbúa
Hvert eigum við að fara á gamlárskvöld spurði María mig í dag. Ég kom af fjöllum enda ekki beint ferðahugur í mér þessa daganna. Í kjölfarið fylgdi saga um vinafólk sem ætlar að flýja ástandið í höfuðborginni og dvelja í sumarhúsi um áramót. Í einni svipan rifjaðist upp flugeldamengunin síðustu áramót þegar ég sá ekki lengur götuljósin í götunni minni hvað þá flugeldanna.
Er þetta ekki orðið gott? Ég held að Ísland sé í hópi fárra landa sem leyfir svona gengdarlausa notkun á flugeldum, flugeldarnir innihalda mengandi efni og ástandið á gamlárskvöld veldur mörgum óþægindum og er heilsuspillandi. Fjöldi barna hefur hlotið varnalega örorku vegna meðferðar flugelda. Ruslið sem verður til á gamlárskvöld er jafnvel að fjúka til fram á sumar.
Ég tel kominn tíma til að stöðva sölu á flugeldum til almennings vegna almannahagsmuna. (Nú verð ég rekinn úr hjálparsveitinni minni). Flugeldar eru fallegir en þeir njóta sín ekki þegar kyrrt er veður og reykurinn af þeim nær að skyggja á dýrðina. Því er miklu nær að haldnar verði nokkrar veglegar flugeldasýningar víða um borgina. Það er búið að taka á brennumálum þannig að fyrirtæki og einstaklingar eru ekki að losa sig lengur við ískápa og spilliefni á brennur eins og áður var. Nú er komið að flugeldunum eða á maður að þurfa að flýja heimili sitt vegna mengunar. Það þætti ekki gott til afspurnar í þessu hreina landi.
Þorsteinn
Um bloggið
Living in America
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
...og hvert á að fara? :)
Gurra (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 20:36
Já það er nú það, við ætlum að leggja hausinn í bleyti.
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason, 30.10.2007 kl. 12:58
Það er greinilega heilbrigðisfulltrúinn sem skrifar
Bestu kveðjur úr Borgarfirði,
Ragnhildur
Ragnhildur Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 13:55
"Ég tel kominn tíma til að stöðva sölu á flugeldum til almennings vegna almannahagsmuna."
Ertu orðinn snarvitlaus drengur!!!
En svona grínlaust þá finnst mér gamlárskvöld á höfuðborgarsvæðinu alveg frábært (að því gefnu að það sé a.m.k smá andvari). Að standa úti um miðnætti í öllum látunum og upplifa aftur og enn hve íslendingar eru í raun kolklikkaðir...
Það er engu líkt!
Haraldur Rafn Ingvason, 30.10.2007 kl. 22:46
Hversvegna halda allir að ég hafi skrifað þetta
Þorsteinn
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason, 31.10.2007 kl. 12:42
...etv vegna þess að þú kvittar undir? :)
Gurra (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 10:54
Ég verð nú að viðurkenna að ég er orðin svo mikil rólegheitamanneskja með aldrinum að mér finnst alveg nóg um allar þessar flugeldasýningar. Hinsvegar held ég að litli átta ára frændi minn í Austurríki yrði þér hjartanlega óssammála. Í nýlegri heimsókn talaði hann um rakettur og hvernig hann ætlaði að skipuleggja flugeldasýnunguna sína á gamlárskvöld næstum ALLAN tímann sem ég var þar. Held ég myndi ekki hafa hjarta í mér til að banna flugelda vitandi hvað sumir hafa óskaplega gaman af þessu.
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.