Bless Eugene, halló Boston

Við höfðum í nógu að snúast síðustu daganna í Eugene því það þurfti að skila af sér lánsdóti, kveðja nágrannana og ljúka við innkaup. Eins og við nefndum þá var haldið kveðjupartý  þar sem nágrannar okkar mættu hver með sinn réttinn og Camille sýndi listafallegar myndir frá Íslandi. Þetta fólk er frábært  Við kvöddum Eugene með söknuði en nágrannar okkar Beth, David, Camille og Jim fylgdu okkur út á flugvöll.

IMG_0904Ferðin til Boston gekk alveg ljómandi vel. Við vorum heppin og fengum sér sæti fyrir Hugrúnu Gyðu þannig að hún gat fengið smá útrás. Hún byrjaði á góðum lúr og fór síðan á kostum í flugvélinni þó hún hafi verið orðin frekar þreytt undir það síðasta. Við ákváðum að vera ekkert að eltast við alla túristastaðina hér heldur tókum því rólega enda hugmydin að verja tímanum hér meira í afslöppun fyrir lokaflugið. Við eyddum deginum á röltinu um höfnina og miðbæinn sem er mjög skemmtilegur með fallegum byggingum, þær eldri minna frekar á Evrópu en Bandaríkin. Satt best að segja vorum við alveg stórhrifin þrátt fyrir að háhýsin, flautandi bílstjórar og sírenur undirstrika að við erum komin í stórborg. Reyndar heimsótti slökkvilið borgarinnar götuna okkar og fyllti hana af bílum í kvöld en það var sem betur fer ekkert alvarlegt.

Annað kvöld leggjum við á stað til Íslands og bara að vona að litli ormurinn sofi megnið af leiðinni. Þar með líkur þessu þriggja mánaða ævintýri okkar sem er líklega skynsamlegasta og skemmtilegasta sem við höfum tekið okkur fyrir hendur lengi. 

Þar sem netsambandið er búið að vera leiðinlegt þá eigum við enn eftir að setja inn myndir sem koma næstu daga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Living in America

Höfundur

María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason

Vorum í fæðingarorlofi í Oregon í henni Ameríku í þrjá mánuði en erum nú komin heim.

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Hvíld
  • Þjónn!
  • Við gömlu brennsluofnana í Dachau
  • Í svefnskala fanganna
  • Dachau

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband